Úrval - 01.05.1953, Qupperneq 104
102
ÚRVAL
að lyklarnir hefðu dottið úr vas-
anum, þegar við vorum að draga
steininn eftir kirkjugólfinu.
Þetta var ekki mikil von, en það
var þó von.
Ég hljóp til kirkjunnar og fór
inn í þriðja skiptið þessa nótt.
Ég hafði skilið vasaljósið mitt
eftir hjá Fay, þessvegna varð
ég að skríða í myrkrinu sömu
leið og við höfðum farið með
steininn. Svo kveikti ég á eld-
spítum og gekk í blaktandi
bjarma þeirra sömu leið til baka.
Allt í einu steig ég á einhverja
ójöfnu rétt framan við dyrnar
— það voru lyklarnir. Hringur-
inn hafði bögglazt saman und-
an þunga steinsins, en lyklarnir
voru óskemmdir.
Ég er ekki trúaður á kenning-
ar um himnaríki og helvíti; en
þó held ég að einhver dularöfl
hafi verið á sveimi kringum okk-
ur þessa nótt. Ég hljóp út að
bílnum og setti hann í gang.
Þegar ég ók gegnum gamla hall-
argarðinn, tók ég eftir tveim
lögregluþjónum, sem voru á
varðgöngu skammt frá, en ég
hafði engan tíma til að bíða eftir
að þeir hyrfu úr augsýn. Fólk
var þegar farið að sjást á götun-
um. Ég ætlaði að líta á klukk-
una, en þá fyrst mundi ég eftir
því, að úrið hafði slitnað af úln-
lið mínum þegar við vorum að
ná steininum úr krýningarstóln-
um.
Nú dugðu engin undanbrögð.
Ég ók bílnum aftur á bak, með
fullum ljósum, upp stíginn. Ég
gerði mér ekki ljósa grein fyrir
því, sem ég ætlaði að gera; hitt
vissi ég, að krýningarsteinninn
varð að komast í bílinn. Hann
var þrisvar sinnum þyngri en ég
og ég hafði séð hrausta menn
eiga erfitt með að hreyfa hann,
en ef ég hefði nægilegt afl, var
sigurinn unninn.
Ég þreif í steininn og dró
hann að bílnum án minnstu erf-
iðismuna. Ég reisti hann á ann-
an endann upp við bílinn; síðan
tók ég upp hinn endann og velti
honum inn á bílgólfið. Ég held
mér hafi gengið þetta vel. Ég
minnist þess ekki, að hafa orð-
ið að reyna á mig að ráði. Lát-
um hina efagjörnu hlæja og
erkibiskupana æpa: „Helgi-
spjöll!“; hendur guðs hjálpuðu
mér samt, þegar ég lyfti þessum
steini.
Þegar ég ók upp stiginn, var
næturvörðurinn að hringja í
lögregluna, til þess að tilkynna
hvarf steinsins. Ég vissi það
ekki þá, enda hefði það engu
breytt.
Eg hafði staðið augliti til aug-
litis við ósigurinn og hafði séð
hann breytast í sigur. I fögnuði
mínum fór ég að hrópa og
syngja. Ógæfan, sem hafði þjak-
að Skotland í sex aldir, var yfir-
unnin; nú beið þess dýrðleg end-
urfæðing. Tækju þeir mig nú,
stæðu allir Skotar að baki mér.
Ég fylltist óumræðilegum fögn-
uði, sem líktist guðdómlegri
sælu.
Ég reiknaði með að það myndi