Úrval - 01.05.1953, Side 62

Úrval - 01.05.1953, Side 62
60 tJRVAL finnur að ég hef sýnt honum traust og gefur mér traust sitt á móti. Hæstu múrana reisir fólk um- hverfis erfiðleika þá sem snerta fjárhaginn. Það er mikils um vert að eiga peninga. Og það er sárt að vera félaus. En það er fávíslegt að hreykja sér af því að vera fjáður og blygðast sín fyrir að vera félaus. Ég vísa á bug viðbárum vina minna sem halda að þeir geti þegið tíma minn og styrk, en finnst það auðmýkjandi að trúa mér fyrir fjárhagsörðugleikum sínum eða þiggja fjárhagshjálp af mér. Einni vinkonu minni. sem kom með slíkar viðbárur, svaraði ég: ,,Þú átt við að ef ég þæði hjálp af pér, væri það auðmýkjandi fyrir mig.“ Eftir andartak fór hún að hlæja. Og hið falska stolt hennar bráðn- aði eins og dögg fyrir sólu. Stundum getur nærgætni ver- ið merki um vanþroska. Að vera ,,nærgætinn“ í samúð sinni með einhverjum sem er í fjárhags- kröggum er að mínu áliti sama og að vera klaufskur og fálm- andi. Það vekur þá tilfinningu að jafnnáttúrlegur og einfaldur hlutur og sá að gefa það sem þú kannt að eiga þeim sem kann að þarfnast þess sé í eðli sínu ónærgætni. Vertu hreinn og beinn gagnvart vini í nauð. Þú munt þá komast að raun um að þagnarmúrinn sem hann hef- ur hlaðið um sig hrynur and- spænis hyspurslausri framkomu þinni, sem viðurkennir ekki að særður metnaður og þögn eigi heima í þessu sambandi. Það býr í okkur öllum ósjálf - ráð tregða á að taka á okkur hluta af byrðum annarra. Því að um leið og við fáum vit- neskju um erfiðleika vinar er- nm við að nokkru leyti orðin meðábyi'g. Erfiðleikar hans eru um leið erfiðleikar okkar þangað til við höfum gert okkat ítrasta til að ráða fram úr þeim. Það er því freistandi að blanda sér ekki í annarra mál, að láta sem maður heyri ekki eða sjái. Sjúkt fólk er sérstaklega erf- itt að nálgast — einkum þá sem þjást af langvinnum sjúkdóm- um. Samúð getur þar haft þver- öfug áhrif við það sem ætlast var til. Samt var það alvarlega fötluð kona sem opnaði augu mín fyrir mjög mikilvægu at- riði. ,,Ég kæri mig ekki um sam- úð,“ sagði hún. ,,Ég vil finna að þú þarfnist mín.“ Með þessum orðum gaf hún mér ekki einungis lykilinn að virki sínu, heldur einnig lykil- inn að mörgum öðrum ramm- gerum virkjum. Af þeim sem þarfnast okkar getum við þegið allt. Þegar við vitum ekki gjörla hvernig við eigum að haga okk- ur gagnvart vini í nauð, þá ber okkur að grandskoða hvatir þær sem gerðir okkar stjórnast af. Er ég aðeins að leita svölunar forvitni minni? Er tilgangur-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.