Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 20
18
TJRVAL,
þegar ský kemur á hana veld-
ur það blindu. Þetta má laga
með því að taka heilbrigðan
homhimnubút úr nýdánum
manni og skera burt jafnstór-
an bút úr ógagnsæju horn-
himnunni og fella hinn inn í
staðinn.
Ýmislegt veldur því að þessi
skurðaðgerð er ákaflega vanda-
söm. I fyrsta lagi er hornhimn-
an einhver seigasti vefur lík-
amans. Svo er einnig yzta
himna augans, hvítan, sem
festa verður hinn ágrædda bút
við. Að sauma saman svona
seiga, hála vefi þannig að þeir
falli saman svo að hvergi komi
brún, krefst mikillar leikni.
Til hjálpar nota læknar oft
gleraugu með stækkunarglerj-
um. Þeir nota örlitlar, hárbeitt-
ar, íbjúgar nálar og hárfínan
þráð.
Það er vandasamt nám fyrir
læknanemann að læra að
sauma. Fæstir karlmenn hafa
eins lipra fingur og konur.
Auk þess getur konan hagrætt
saumadóti sínu í kjöltunni, en
læknirinn verður að halla sér
fram yfir skurðarborð og beita
nálinni oft djúpt í iðrum sjúkl-
ingsins og sauma í vefi sem
eru hálir eins og áll. Lækna-
nemar æfa sig á lökum og læra
hnúta, fyrst berhentir og síð-
an með gúmmíhanzka. Það er
ekki auðvelt að sauma eða
hnýta litla, trausta hnúta með
hanzka á höndunum — þó að
skurðlæknishanzkar séu að vísu
orðnir svo liprir að undrum
sætir.
Næst æfa nemarnir sig á
dýrahræjum. En jafnvel eftir
þessa æfingu er það alltaf
erfið raun fyrir ungan lækni
að sauma fyrsta sjúkling sinn.
Rosknir og þaulæfðir skurð-
læknar eru ekki upp úr því
vaxnir að æfa leikni sína með
nálina. Alexis Carrel, sem var
heimskunnur skurðlæknir, var
sífellt að æfa sig á hnútum til
að bæta leikni sína. Hann gekk
alltaf með hylki utan af eld-
spýtustokk og fínan þráð í vas-
anum. Svo stakk hann tveim
fingrum inn í lokið og æfði sig
í að hnýta þar hnúta skjótt og
örugglega.
Nú á tímum hefur skurð-
læknirinn ótal gerðir þráða og
nála tiltækar. Að minnsta
kosti 100 þráðagerðir eru til
fyrir augnskurði eingöngu, og
hundruð annarra fyrir annars-
konar skurðaðgerðir. Þeir fín-
ustu eru 1/40 úr millímetra í
þvermál og þeir gildustu um
1,3 mm.
Margskonar efni hefur verið
notað í þræðina: ýmsir jurta-
þræðir, dýra- og mannshárv
málmþræðir úr silfri, gulli og
stáli. Nú eru mest notaðir þræð-
ir úr bómull, silki, kattar-
görnum, stáli og tantalum, sem
er málmur. Kattargarnir (cat-
gut) eru raunar ekki úr kött-
um heldur úr kindum. Strengir
úr hörpum og öðrum hljóðfær-