Úrval - 01.05.1953, Page 96
94
tjR VAL
stefnu, skiptum við liði. Alan og
Kay óku í áttina til Dartmoor,
tii þess að kynnast leiðinni.
Eif fyrirtækið misheppnaðist,
myndi ég ekki sjá þau aftur fyrr
en ég hefði afplánað fangelsis-
dóm. Ég sat í gamla Fordbílnum
og fór að troða innbrotstækjun-
um inn á mig. Þegar ég var kom-
inn í frakkann, sást ekkert at-
hugavert annað en það, að ég
var dálítið gildur og var óspart
skopazt að því. Ég var nú að
leggja út í mesta ævintýri lífs
míns. Ég komst aftur í tauga-
æsing, en tókst að halda hon-
um í skefjum.
Big Ben sló stundarfjórðung
yfir fimm, þegar ég gekk inn í
kirkjuna úr háreysti og ljósa-
dýrð borgarinnar. Inni var mild
birta, en mér fannst hún ljóma
um mig allan og koma upp um
hverskonar gestur ég væri. Ég
vafði frakkann fastar að mér
og bölvaði klaufjárninu, sem
hékk niður með síðunni á mér.
Gavin var í fylgd með mér.
Við reikuðum um kirkjuna og
virtum öðru hvoru fyrir okkur
latneskar áletranir. Hinn virðu-
legi umsjónarmaður var að tala
við konu og veitti okkur enga
athygli. Ég gekk áfram inn í
rökkvaða norðurstúkuna. Ég
var að vona, að ég gæti falið mig
innst í henni, undir kerru hrein-
gemingarmanns. Gavin gekk
hægt fram hjá. Enginn annar
sást. Hann kinkaði kolli til mín.
Ég skreið undir kerruna, breiddi
frakkann yfirandlitið og lá graf-
kyrr. Ég fann minna til harða
steingólfsins en hjartans, sem
sló svo ofsalega, að ég ætlaði
að kafna. Ég hafði alltaf álitið,
að þetta yrði hættulegasti þátt-
ur leiðangursins. Ef ég yrði tek-
inn með vasana fulla af innbrots-
tækjum, áður en ég gæti svo
mikið sem snert við steininum —
það væri smám og háðung. Og
ég var það ungur, að ég óttað-
ist ekkert meira en að verða mér
til háðungar.
Smámsaman varð ég rólegri.
Sinadrátturinn í fætinum lagað-
ist. Klukkan sló þrjá stundar-
f jórðunga í sex og síðan sex. Nu
hlaut Gavin að vera komin út
úr byggingunni, því að henni var
lokað klukkan sex.
Þegar klukkan sló stundar-
fjórðung yfir sex, leit ég upp.
Ég lofaði guð. Það var búið að
slökkva ljósin. Ég gat nú fært
mig inn í Sankti Páls kapell-
una, þar sem ég var viss um að
geta leynzt.
Ég skreið út úr felustað mín-
um. Ekkert heyrðist nema óljós
umferðarþysinn að utan. Ég var
búinn að stíga þrjú skref, þegar
ég heyrði hringla í lyklum. Með-
an ég stóð og hlustaði, birti allt
í einu í stúkunni og ljósgeisli
skein framan í mig. Ég leit upp,
náfölur af ótta. Andspænis mér
stóð hár, skeggjaður næturvörð-
ur.
„Hvern f jandann eruð þér að
gera hér?“
„Ég var lokaður inni,“ sagði
ég. Ég var niðurlútur og reyndi