Úrval - 01.05.1953, Page 99

Úrval - 01.05.1953, Page 99
HVARF KRÝNINGARSTEINSINS 9T röddin. „Ég skal segja henni frá því.“ Meðan við Alan biðum úti í bílnum, barði maður að dyrum á gistihúsinu og var strax hleypt inn. Við fórum að velta því fyrir okkur, hvaða erindi hann gæti átt á þessum tíma sólarhrings- ins. Meðan við vorum að hlæja að þessu, kom ókunni maðurinn aftur út úr gistihúsinu og gekk rakleitt til okkar. Hótelstjórinn, sem hafði þótt koma okkar grunsamleg klukkan þrjú um nótt, hafði hringt í lögregluna! Maðurinn rak lögregluskýr- teini framan í mig. „Ég er leyni- lögreglumaður, ‘ ‘ sagði hann, „má ég líta á ökuskírteinið yðar?“ Ég rétti honum það. Hann skrifaði hjá sér nafn mitt og heimilisfang. Ég varð sveittur í lófunum, og mér fannst klauf- jámið, sem ég var með innan á mér, vera eins og trjábolur. „Hvað er að?“ spurði ég. „Það hefur verið stolið nokk- ur hundruð bílum í nótt. Hvaða númer er á bílnum?" Ég hafði verið svo mikill asni, að ég hafði ekki aðgætt það og lagt það á minnið. „Ég veit það ekki,“ svaraði ég. „Ég tók bílinn á leigu.“ Ég átti æ erfiðara með að svara spurn- ingum hans, því að ég mundi hvorki nafn né aðsetursstað stöðvarinnar, sem. hafði leigt mér bílinn. Gavin hafði útvegað bílinn, og enda þótt hann væri þarna rétt hjá, kærði ég mig ekki um að láta lögreglumann- inn skrifa hjá sér nafn hans og númerið á Anglíabílnum. Að lokum blés leynilögreglumaður- inn í blístru sína og rétt á eftir nam stór lögreglubíll staðar hjá. okkur. Nú varð ég reglulega reiður.. „Ég hef lesið allt lagasafnið,“ sagði ég, „og það stendur hvergi neitt um það, að borgari sé skyldur að vita númerið á bíln- um sem hann ekur.“ Nú kom Kay út úr gistihús- inu og staðfesti allt, sem ég hafði sagt. En það jók aðeins á gremju lögreglumannsins. Við vildum fyrir allan mun losna við að verða tekin föst, grunuð um bílþjófnað, enda þótt okkur yrði sleppt næsta morgun. „Sjáið þér til,“ sagði ég. „Þarna við götuhomið er maður í Anglíabíl sem getur staðfest það sem ég hef sagt. Hann er- með leigusamninginn.“ Lögreglumaðurinn gekk að Anglíabílnum, en tók Alan með sér til öryggis. Brátt kom hann aftur með Gavin og bar leigu- samninginn saman við númerið á bílnum, sem hann hafði skrif- að í litlu svörtu bókina sína. „Ég vona að bér séuð ánægð- ur, lögreglumaður,“ sagði ég. „Það munaði ekki miklu að þér gerðuð hræðilega skyssu.“ Hann afsakaði sig hvað eftir annað. Það væri svo mikið af óheiðarlegu fólki á ferli og hann yrði að gera skyldu sína. Þegar við ókum brott, varð mér Ijóst,.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.