Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 21
ÞEGAR LlFIÐ HANGIR I ÞRÆÐI
19
um voru eitt sinn notaðir við
sárasaum.
Nælon er nokkuð notað og
tilraunir er farið að gera með
orlon, dacron og aðra gervi-
þræði, sem ætla má að reynist
vel, því að þeir valda ekki
ertingu.
Sérhver þráðargerð hefur sína
kosti. Bómullarþráður er ódýr
og sterkur; silki ertir ekki;
tantalum heldur lengi styrk-
leika sínum og er því gott við
sár sem lengi eru að gróa. Er
frá líður myndast utan um alla
þessa þræði (nema ,,catgut“)
bandvefsslíður svo að þeir geta
ekki sært. ,,Catgut“ leysist upp
og eyðist á tíu dögum. Ef um
er að ræða sár sem lengur er
að gróa þá notar skurðlæknir-
inn sútaða görn og endist hún
þá í 20—40 daga, eftir því hve
mikið hún er sútuð.
Þræðirnir eru í ýmsum litum
og er hyllzt til þess að hafa þá
sem ólíkasta á lit þeim vef er
sauma á. T. d. er notaður svartur
silkiþráður í auga, blár bóm-
ullarþráður í hörund, hvít görn
í innyfli og grár tantalum-
þráður við kviðslit.
Nálarnar eru jafnmarg-
breytilegar og þræðirnir, en
aðalgerðirnar eru tvær: beinar
og íbjúgar. Oddar eru ferns-
konar: blaðoddar fyrir mjúka
vefi (húð og innyfli) og
þrennskonar skurðoddar fyrir
seiga vefi (augu, æðar o. fl.).
Beinum nálum er allajafna
haldið með fingrunum. Nála-
tengur eru notaðar við íbjúgar
nálar.
Til skamms tíma keyptu
sjúkrahús nálar og þræði sitt
í hvoru lagi. Hjúkrunarkonur
dauðhreinsuðu þræðina og
þræddu nálarnar þegar læknir-
inn þurfti á þeim að halda. Nú
er mjög farið að tíðkast að
nota ,,klemmdar“ nálar. Með
hárfínum bor er boruð hola
upp í afturenda nálarinnar,
þræðinum stungið í holuna og
klemmdur þar fastur. A
,,klemmdum“ nálum er því ekk-
ert auga. Þær eru látnar í dauð-
hreinsuð hylki og eru tilbúnar
til notkunar um leið og hylkið
er opnað. Eftir notkun er þeim
fleygt.
Svona nálar hafa marga
kosti. Þrædd nál dregur tvö-
faldan þráðinn á eftir sér, en
„klemmda“ nálin aðeins ein-
faldan og veldur því minni
skemmdum.
Eins og við allan saumaskap
eru sporin sem skurðlæknirinn
notar margvísleg; helztu spor-
in eru gisin kappmella, skó-
saumsspor, saumavélarspor og
lokuþræðing (eins og þegar
þrætt er í pokaop og það síðan
dregið saman). Saumurinn er
ýmist samfelldur eða hvert
spor út af fyrir sig. Ef hætta
er á að sýking berist með
þræðinum eru notuð sérspor.
Er þá hverju spori fyrir sig
lokað með hnút. Þannig er húð-
in venjulega saumuð saman, en
samhangandi spor eru venju-
3*