Úrval - 01.05.1953, Page 44

Úrval - 01.05.1953, Page 44
42 ■ORVAL „Þór. Hér á heimilinu finn- um við ekki að matnum sem borinn er fram. Það veiztu.“ „Pabbi gerir það, og . . .“ bætir Þór við önugur. Móðirin ræskir sig snöggt án þess að svara. En hún hefði eins getað sagt það hreinlega að pabbi kynni sig ekki betur en þetta. Berit heyrir greini- lega að hún segir það með sjálfri sér en stillir sig aðeins vegna barnanna. Mamma stillir sig næstum alltaf vegna bam- anna. Berit veit líka að það er mamma sem heldur saman heimilinu vegna barnanna. Það er mamma sem hefur aldrei efni á að sauma sér nýjan kjól, aldrei efni á að taka þátt í neinu, þó að hún hafi í raun og veru mörg áhugamál, en verður alltaf að vinna heima baki brotnu vegna þeirra allra, og verður alltaf að líta eftir pabba, því að hann er svo gleyminn og trassar oft mikil- væg mál. Ef mamma færi t. d. ekki snemma á fætur á hverj- um morgni og vekti pabba og hefði morgunverðinn og matar- pakkann tilbúinn, þá mundi pabbi gleyma að fara á skrif- stofuna. Það var einmitt honum líkt, hann er ekki skynsamari en það. Og svo hlær hann alltaf og blaðrar háværri galsaf enginni röddu við liana og Þór um alls- konar vitleysu. Og þegar gestir eru segir hann gamansögur sem hann hlær tröllslega að áður en hann byrjar. Stundum er hann líka sá eini sem hlær þegar sögunni er lokið, og þá er óþægi- legt að horfa á pabba, hann verður allt í einu svo skrítinn í framan, eins og feiminn og al- varlegur áður en hann er hættur að hlæja. Yfirleitt er oft óþægilegt að horfa á pabba. Það er af því að Berit veit að mömmu finnst pabbi heimskur. Henni finnst það raunar líka. Hann er að minnsta kosti miklu heimskari en mamma. Þegar hann situr til dæmis eins og núna og gerir hosur sínar grænar fyrir mömmu — þá er víst að hann hefur gleymt einhverju miki]- vægu eða þá að hann hefur kom- ið við í veitingastofunni eftir skrifstofutíma með þessum and- styggilegu körlum sem drekka vín og hugsa ekkert um kaupið. Mamma verður alltaf að hugsa um kaupið og öll vanda- málin sem koma til sögunnar þegar maður hefur verið svo léttúðugur að eignast börn. „Gerðu eins og ég, Þór! Lok- aðu augunum og kingdu og í- myndaðu þér að það sé rjóma- ís, hahaha,“ segir pabbi og hlær hrossahlátri. Og Þór hlær líka, skömmin. sú arna. Svona er pabbi heimskur. Enginn maður getur villzt á brúnni fiskisúpu og rjómaís, það veit hann ósköp vel. Berit skefur andúðarfull diskinn sinn og athugar gaumgæfilega að ekkert sé eftir. Hún ætlar að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.