Úrval - 01.05.1953, Side 9
HANS FALLADA
ir og fíngerðir. Hann hefði
sýnt fram á, að það er rangt
að krefja unglingana ábyrgðar
á afbrigðilegum eiginleikum,
sem við góð skilyrði gætu orð-
ið mannkyninu til gagns og
gleði. Hann hefði lýst fyrir
mönnum hinum ævafornu, sið-
lausu venjum í þessu landi, þar
sem austrið og vestrið mætast,
og sýnt fram á, að það leiðir
til ófarnaðar, þegar foreldrar
og þjóðfélag taka að móta eðli
harnsins með harðneskju og til-
litsleysi. Hann hefði getað,
ef svo mætti segja, grip-
ið fram fyrir hina brjálæðis-
kenndu þróun uppeldismálanna
undir stjórn nazista, sem mið-
aði að því að ala upp hrotta-
skap í æskunni . . . Hann hefði
.getað umskapað Þýzkaland.
*
Eins og allir, sem dæma eftir
ytri ásýnd, taldi hann fangelsis-
vist sína aðeins stafa af laga-
brotum. Lögin taka yfirleitt
aðeins tillit til athafna ein-
staklingsins. Hann braut ekki
lengur heilann um hið mikil-
væga orsakasamhengi langt
aftur í tímann, allt til þess, er
einstaklingurinn mátti sín
einskis gegn fjandskap um-
hverfisins, kæruleysi og
ábyrgðarleysi hinna fullorðnu.
í siðferðilegri sjálfsafneitun
sinni afsalaði hann sér skálda-
köllun sinni. Hann ætlaði að
láta sér nægja að setja sam-
an bækur, vinna sér inn pen-
inga og sýna að hann gat lif-
að heiðarlegu lífi. Svo beygð-
ur var Hans Fallada orðinn,
að hann gerði sig ánægðan með
þetta. Fyrsta bókin, sem hann
samdi nú var dómsskýrsla í
skáldsöguformi og gerist í
sveitinni í Holstein. Næsta
bókin er: „Hvað nú, ungi mað-
ur?“ Þetta er saga kreppu- og
atvinnuleysisáranna kringum
1930 — í senn ísmeygileg og
áhrifarík, viðkvæmnisleg og
raunsæ — Chaplin í þýzkri
útgáfu. Hún hitti beint í
mark, ef dæma má af rit-
dómunum. Sjaldan hefur út-
gefandi haft minni ástæðu
til að iðrast góðverks. Bókin
seldist í einu vetfangi í 200000
eintökum á þýzku og var þýdd
á 16 önnur mál. Peningarnir
streymdu að, og kjör Fallada
breyttust úr örbirgð í auðæfi,
hann hafði nú fengið vottorð
um að hann væri aftur fínn
maður. Ætt hans minntist þess
nú með ánægju, að hann væri
til, og sjálfur skemmti hann
sér stundum við það þegar
hann kom inn í veitingahús að
bjóða öllum sem þar voru
upp á ókeypis veitingar. En
áður en þessi nýfengnu auð-
æfi yrðu að engu, keypti hann
sér eyðibýli við vatn eitt í
fögru héraði í Suður-Mecklen-
burg. Þetta var sannkallað
óskaland. Þarna reisti hann ný
hús og kom sér upp lista-
mannsheimili. Hinni frjósömu