Úrval - 01.05.1953, Page 84
82
ÚRVAL
ingur þar (3.350.000 kg. á
hvern fersentímetra) hlýtur að
þrýsta járnsameindunum sam-
an í þéttan massa, tæknilega
séð ,,fljótandi“, en þó gerólík-
an því sem við köllum vökva.
Utan um hinn bráðna kjarna
og næstum út að yfirborðinu
er innri hjúpur jarðarinnar,
3200 km þykkur. Jarðskjálfta-
fræðin og önnur jarðvísindi
gefa okkur hugmynd um gerða
hans. Flestar líkur benda til að
hann sé gerður úr chrystolite,
pem er þun,g, grágræn berg-
tegund úr járni, magnesíum og
silisíum. Svo undarlega sem
það hljómar, virðist það vera
bæði fast (rigid) og þjált
(plastic); hvítglóandi þar sem
það mætir kjarnanum og senni-
lega rauðglóandi allt í gegn.
Utan yfir þessum hjúp er
hin þunna skorpa, sem ber uppi
lífið á jörðinni, hlutfallslega
engru þykkri en hýði á epli.
Hún greinist einnig í lög.
Botnlagið virðist vera basalt-
skel, 15—30 km þykk. Upp af
því rísa hin miklu granítmeg-
inlönd sem við lifum á. Sumir
jarðeðlisfræðingar tala um þau
sem „fljótandi“, því að granít
er léttara en basalt, á sama
hátt og basalt er léttara en
chrystolite, sem aftur er létt-
ara en járn. Þannig eru megin-
löndin gerð úr léttara efni en
aðrir hlutar jarðarinnar.
Þessi sérkennilega bygging,
þar sem þyngri lög bera uppi
léttari lög, bendir til að jörð-
in hafi einu sinni verið bráðin
og sé jafnvel enn mjög lítið
farin að kólna.
Nýjasta kenningin um upp-
runa jarðarinnar var sett fram
1951 og gerði það stjömu-
fræðingurinn Gerard P. Kuiper
við háskólann í Chicago. Eins
og flestir aðrir nútíma stjömu-
fræðingar gerir hann ráð fyr-
ir að stjörnurnar hafi í upp-
hafi rnyndast úr skýjum mjög
þunndreifðra lofttegimda og
geimryks, sem svifu um geim-
inn. Fyrir áhrif aðdráttarafls
tóku þau að dragast saman og
snúast um sjálf sig. Innri
þrýstingur og hiti jókst, unz
þau tóku að glóa og urðu að
lýsandi stjömum.
Fyrir áhrif hins mikla snún-
ingshraða klofnuðu þær flest-
ar í tvennt, urðu að tvístim-
um, sem telja um helming allra
stjarna. Aðrar urðu að þrí-
stirnum, eða skiptust jafnvel í
fimrn hluta, eins og t. d. Pól-
stjarnan, sem auganu sýnist
vera ein stjarna. En í sumum
tilfellum — ef til vill einu af
hundrað — var dreifing efnis-
ins o g jafnvægi kraftanna
þannig að í stað þess að skipt-
ast myndaði skýið einn lcjarna.
Eitt þeirra var sólin, er óx
og glóði í miðju skýkringlu
sem var í þvermál líkt og sól-
kerfi okkar. Við snúninginn
varð kringlan æ flatari og fyr-
ir áhrif þyngdaraflsins tóku að
myndast í henni þéttari smá-
kringlur. Þessar smákringlur