Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 25
FISKIVEIÐAR MEÐ TÖMDUM SKÖRFUM
23
hann minnti mig dálítið á prest
í stólnum — væri hans sæti með
öllum rétti, að háttum og venju
skarfaveiðistarfsins; ef einhver
hinna reyndi að bola honum
frá, fékk hann að kenna á því.
Gamli formaðurinn fræddi
mig á því á skemmtilegan hátt,
að meðal fiskiskarfanna eru
strangar reglur um röð og for-
réttindi. Hver fugl í þessum
flokki hét ákveðnu nafni, rað-
tölunafni hvers um sig á jap-
önsku — Ichi, Ni, San (fyrsti,
annar, þriðji o. s. frv.), og hver
þekkti sitt nafn. „Ichi“ var að
sjálfsögðu illfyglið á hníflin-
um; hann var síðast settur til
veiða og látinn hætta fyrstur,
strokinn og tensaður til og hon-
um gefinn mestur og beztui
fiskur. Hinir settust á borð-
stokkinn eftir vissri röð; ef ein-
hver fuglanna var ekki á rétt-
um stað, hjuggu þeir næstu til
hans, þangað til hann komst á
sinn rétta stað. Ég hélt fyrst
að gamli maðurinn væri að
segja mér þetta í glettni, en
seinna gafst mér tækifæri til að
sjá marga „slagi“ milli fugl-
anna, ef virðingu einhvers var
misboðið, og sá þá að hann
sagði satt.
Ekki er hægt að segja að
skarfar séu fallegir fuglar, þeir
eru nokkuð margháttaðir að
útliti, en flestir dökkgráir að
lit með langan, sveigjanlegan
háls, og er skinnið á honum
ákaflega teygjanlegt, svo þeir
geta auðveldlega gleypt fisk,
sem er talsvert gildari en háls
þeirra. Nefið er langt og sterkt,
— eins og ég hafði þegar feng-
ið að kenna á.
Auk okkar tveggja, voru tveir
hásetar á bátnum, unglingar,
sem stjökuðu bátnum, annar í
skutnum en hinn miðskipa.
Eftir að við höfðum ýtt frá
landi, bar lygn straumurinn
okkur hægt niður ána. Fram
úr bátnum skagaði jámstöng
og á enda hennar var eldstó eða
blys, er lýsti upp vatnið fram
undan bátnum. Reykurinn af
eldinum virtist ekki valda
,,Ichi“ neinum óþægindum.
Klukkan var nærri sjö og
tunglskin var ekki þessa nótt
— einmitt beztu aðstæður fyrir
skarfafiski. Eg stóð í bátnum
við hliðina á formanninum, í
rauðum bjarmanum frá blys-
inu, og mér fannst hann vel
málhreifur. Hann hafði varpað
af sér hinu venjulega fálæti,
undir eins og við vorum komnir
á stað og þurfti lítið að hafa
fyrir að fá hann til að tala
endalaust um skarfa og skarfa-
fiski. Hann var auðheyranlega
skarfafiskimaður af lífi og sál
og bjó yfir miklum og skemmti-
legum fróðleik um þessa starfs-
grein.
Hann sagði mér að skarfa-
fiski hefði tíðkast hjá Japön-
um í meira en þúsimd ár og hjá
Kínverjum ennþá lengur. Skarf-
ar þeir sem notaðir eru, eru
veiddir á Kyrrahafsströndinni
með tálfuglum. Eftir að fuglinn