Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
sem enginn hefur beðið hann
um, á eftir þjáist hann af því
að enginn metur gjörð hans að
verðleikum.“
En nú skulum við aftur snúa
okkur að þér. Hvernig geturðu
vitað hvort þú ert haldinn ein-
hverri þessari geðröskun ? Ef
dr. Thomson hefur á réttu að
standa er langvinn þreyta eitt
ótvíræðasta einkennið. Hún seg-
ir: „Ef þér finnst þú alltaf vera
dauðþreyttur, einkum þó ef þú
vaknar þreyttur á morgnana, þá
er geðástandið ekki eins og það
á að vera.“
Slík þreyta getur að sjálf-
sögðu átt sér líkamlegar orsak-
ir, en ef læknir getur ekki bætt
úr henni þá stafar hún frá ein-
hverri duld (kompleks). „Maður
á sífellt í baráttu við eitthvað,“
segir dr. Thompson. „Þú gerir
þér það kannske ekki ljóst sjálf-
um, en vöðvar þínir eru stöðugt
spenntir, og það segir til sín í
þreytu.“
Ef þú ert ekki síþreyttur, þá
eru hér 8 hættumerki, sem þér
er hollt að athuga í sjálfspróf-
unarskyni:
1. Þú framkvæmir einhverja
tilgangslausa athöfn á hverjum
degi, og þér líður illa ef þú getur
einhverra hluta vegna ekki
framkvæmt hana.
2. Þú lendir í þrætum eða
rifrildi við flesta menn sem þú
átt einhver skipti við, einkum þó
mann þinn (eða konu) og böm.
3. Eða þú lætur alltaf undan
til að komast hjá rifrildi — já,
þú gengur svo langt að þú lætur
óskir þínar og áhugamál þoka
og auðmýkir þig.
4. Þú samrekkir manni þínum
(eða konu) af skyldutilfinningu.
5. í stað þess að njóta hins
algera friðar sem fylgir full-
komnaðri ástamautn læturðu
þér nægja einskisverðar upp-
bætur — kaupir föt, breytir um
hárgreiðslu, spilar bridge eða
borðar sælgæti.
6. Það sem þú talar og ger-
ir er sífellt gremjuefni þeirra
sem þú umgengst.
7. Á hverjum degi verður þú
að ráðfæra þig við foreldra þína
um ómerkilegustu smámuni sem
þú gerir.
8. Þú þjáist af allskonar
sjúkdómum sem enginn læknir
getur ráðið bót á.
Láttu ekki geðraskanir af
þessu tagi eyðileggja lífsham-
ingju þína. Reyndu að líta hlut-
lægum augum á athafnir þínar
og kæfðu sérhverja sjúklega til-
hneigingu sem skýtur upp koll-
inum. Þegar þú hefur komið
auga á hið sjúklega í einhverri
athöfn þinni eða viðbragði þá
hefurðu stigið fyrsta og stærsta
skrefið inn á braut heilbrigðs
geðlífs.
Heimspeki er heilbrigð skynsemi í sparifötunum.
— Oliver S. Braston.