Úrval - 01.05.1953, Page 41

Úrval - 01.05.1953, Page 41
GEÐRÆN VANDAMÁL HVERSDAGSLlFSINS 39 sig á snyrtistofum, eða með því að kaupa föt og annað í tómri vitleysu. Eiginmaður, sem beð- ið hefur skipbrot í kynlífi sínu getur fundið upp á að leita sér uppbótar í því að kaupa sér dús- ín af dýrum hálsbindum eða steypa sér út í f járhættuspil. Þessi skortur á hæfileika til að veita kynferðislegum tilfinn- ingum útrás, er ótvírætt merki um skapgerðarbrest. Um aldamótin voru það marg- ir sem viðurkenndu alls ekki kynhvötina sem hugtak, og hjón sem ekki gátu notið ástar hvors annars, fundi ekki til sektar þó að þau lifðu ekki nánu samlífi. Nú er viðhorfið gjörbreytt. Mörg hjón reyna að knýja fram sterk- ari tilfinningar en þau búa yfir í raun og veru og skapa með því sjúklega misklíð innra með sér. Frú Alma W. er enn eitt dæmi úr þessum hópi. Hún byrjar daginn með ofsalegu rifrildi við manninn. Þar næst reynir hún að hringja til vinkonu sinnar, en fær skakkt númer og skammar símastúlkuna óbótaskömmum. Þegar hún fer út til að kaupa sér sokka lendir hún í rifrildi við búðarstúlkuna af því að hún afgreiðir hana ekki strax. Henni finnst alltaf að allir séu á móti sér. Andstæða Ölmu — hinn smjaðrandi jábróðir — er jafn- óþolandi. Það er ekki hægt að verða honum ósammála, hann samsinnir öllu sem maður segir og er alltaf þjónustubúinn, en í brjósti hans sýður niðurbæld reiði og vonbrigði, sem hann gerir sér í raun og veru ekki grein fyrir. Það sem knýr hann áfram er óttinn við að öðrum geðjist ekki að honum, ef hann gerir minnstu tilraun til að láta til sín taka. Lucy Freeman skrifaði árið 1951 bók sem hún nefndi Fight Against Fear (Baráttan við ótt- ann). I henni segir hún á einum stað: „Þegar ég keypti mér skó eða kjól sem passaði ekki, kom mér aldrei til hugar að fá skipt. Ég vildi heldur þola tapið en að þurfa að biðja búðarstúlkuna að skipta. Það gat farið svo að henni mislíkaði við mig.“ Út af þessum fáu setningum fékk höf- undurinn fleiri bréf en öllu hinu efninu í bókinni. Ef þessi tilgerða og falska ástúð gegnsýrir hjónaband get- ur það valdið mikilli ógæfu. — Gott hjónaband getur aðeins varað ef báðir aðilar leysa frá skjóðunni á réttum stað og réttri stund, án tillits til þess hvort það er þægilegt eða óþægi- legt fyrir gagnaðilann. Ef kona, sern er af einhverri ástæðu óánægð með manninn, leggst fyrir með höfuðverk í stað þess að segja frá því sem henni mis- líkar, þá kemur hún í veg fyrir að hægt sé að jafna misklíðina. Sumir menn leita líka fróunar í píslarvætti. Geðlæknirinn Clara Thomson segir: „Píslarvottur- inn tekur alltaf eitthvað á sig
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.