Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 76

Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 76
74 tJR VAL Og þetta var allt mjög huggunarríkt ~um stundarsakir. Þar til hann komst að raun um, að hann var búinn að gleyma þvi öllu, nema því atriðinu, að ekki væru nein skáld, vegna þess að ekki væri til skáld- skapur. Og þá var það að hann ákvað í örvæntingu sinni að ráðgast við marxista staðarins. Og þá var það að hann kynntist Sannleikanum: að marxistar eru hinir einu sem þora að halda huga sínum opnum, af því að þeir eru hinir einu, sem aldrei eyða að því hugsun að nokkur annar geti haft á réttu að standa og þetta er í raun og veru hinn austræni opni hugur, sjálfur hjartastaður austræns lýðræðis eins og það tíðkast hjá frelsis- unnandi þjóðum Austursins, undir innblásinni forustu og leiðsögn hins mikla föður og kennara og foringja og hug-opnanda og já og já já já, sagði maðurinn sem ég þekkti og fann sig nú hafa öðlast sannarlega opinn huga allra fyrsta sinni. Árin liðu, ár hins marxíska opna hugar. Og eftir þau komu önnur. Unz sá tími kom, að maðurinn sem ég þekkti og hef verið að segja ykkur frá varð var við fyrstu sjúkdómseinkenni komandi gigtar og kaþólsku. Hann ákvað að heilsa upp á sálkönnuð staðarins. Eftir 20 heimsóknir var það orðið ljóst að hann var ekki ástfanginn af föður sínum né móður, né dóttur sinni, systur, bróður, kennslu- né hjúkrunarkonu, heldur eiginkonu sinni. Sálkönnuðurinn fölnaði, sjúklingurinn titraði. Málið var alvarlegt, á hægindinu lá — efalaust — öfugur kynvillingur með fullkomlega bælda Ödispus-duld. Og nú hófst hin langa og örðuga vegferð. Égið var yrkt upp á ný, frumhvatirnar fægðar og fýsnirnar leystar úr læðingi unz lækningunni var lokið. Eftir 157 heimsóknir var sjúklingurinn losaður, afsnúinn og leystur undan oki. Þarna stóð hann frammi fyrir lausnara sínum óháður, brosandi, hann greip gardínustöngina án hiks, hann hitti sálkönnuðinn af afli og nákvæmni á hvirfil þess höfuðs, er hafði lagað sig svo vel eftir umhverfinu, þvi umhverfi, er það nú varð hluti af, óaðskiljanlegur hluti af, um tíma og eilífð. Og ég man hann segja við lögregluna, þegar hún kom að sækja hann „Þessi sálkönnuður" sagði hann, „hefur opnastan huga allra manna þeirra er ég þekki."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.