Úrval - 01.05.1953, Qupperneq 69
SAGAN AF HINUM HÁGÖFUGU LÍKUM
«7
að leyfa Wilhelm krónprinsi að
fara burt af hemámssvæði
þeirra, hvað sem tautaði. Svo
að Lesley liðsforingi ferðaðist til
Hohenzollernborgar í fylgd með
yngstu dóttur krónprinsins, Ce-
cilíu prinsessu. Krónprinsinn
hafði fengið boð um komu þeirra
í bréfi er tilkynnti, að dóttir
hans og ungur Bandaríkjamað-
ur myndu koma tiltekinn dag til
að ræða við hann mjög áríðandi
einkamál, er snerti f jölskylduna.
Með því að prinsinn fékk aðeins
þessa tilkynningu um erindi
þeirra hjúanna, var eðlilegt, að
ekki væri laust við föðurlegan
áhyggjusvip á andliti hans, er
dóttir hans kom með hinn am-
eríska kunningja sinn. Samtalið
var á þessa leið:
Lesley: Herra minn, ég geri
ráð f yrir að þér vitið hversvegna
við erum komin.
Krónprinsinn: Já — ég þyk-
ist vita það.
Lesley: Við höfum komizt að
þeirri niðurstöðu, að bezti stað-
urinn fyrri athöfnina sé St. El-
ísabetar-kirkjan í Marburg. Hún
er virðuleg og í tengslum við
ættina.
Krónprinsinn: Þetta er allt
mikið rétt, en hvernig geðjast
þér þetta, Cecilía?
Cecilía: Já, pappi, þetta hef-
ur staðið til nokkuð lengi, en
það lítur út fyrir, að við þurf-
um að flýta þessu. Mér stendur
svo sem alveg á sama.
Krónprinsinn: Ég er ekkert
mótfallinn yður, kapteinn, en ég
skil ekki hvernig ég get sam-
þykkt þetta.
Lesley: Hvort þér gefið sam-
þykki yðar eða ekki, hefur enga
þýðingu í málinu. Við fönun eft-
ir skipun hermálaráðherrans.
Krónprinsinn: Hvernig í ó-
sköpunum skiptir væntanlegur
hjúskapur ykkar Cecilíu her-
málaráðherrann ?
Lesley: Hjúskapur okkar Ce-
cilíu, ha! Ég er að reyna að
koma langa-langa-langa-lang-
afabróður yðar í „virðulegan og
viðeigandi" legstað!
Krónprinsinn rak upp trölla-
hlátur og lét koma með kampa-
vínsflösku. Hann gaf fullt sam-
þykki sitt og f jölskyldunnar til
hinnar ráðgerðu tilhögunar við
greftrun konunganna.
Við varlega orðuðu símskeyti,
er sent var syni von Hinden-
burgs, barst það svar um hæl,
að Oskar von Hindenburg, yfir-
hershöfðingi, myndi koma til
Wiesbaden daginn eftir til að
ræða hvert það einkamál, sem
símskeytið ætti við. Hann kom
samt ekki. Af hreinni tilviljun
hafðist upp á honum í vörzlu
amerísku herlögreglunnar; var
hann æstur mjög yfir fangels-
uninni. Hann hafði verið hand-
tekinn fyrir að skrifa sig í gesta-
bók gistihúss eins í Wiesbaden
með fullum hermannstitli.
Þegar hann hafði verið los-
aður úr fangelsinu, lét hann í
ljós ánægju sína yfir hinum til-
vonandi legstað foreldra sinna,
og ennþá ánægðari varð hann