Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 24
1 Japan nota fiskimenn skarfa
til að veiða fisk.
Fiskiveiðar með tömdum skörfum.
Grein úr „The Wide World Magazine",
eftir H. E. Sörensen
t'IN skemmtilegasta og ó-
venjulegasta dægrastytt-
ing, sem ég kynntist og tók þátt
í, þau ár sem ég átti heima í
Japan, var skarfafiski. Þetta
var á Ujiánni, nærri Kyoto,
hinni einkennilegu, gömlu höf-
uðborg ríkisins, snemma í júní,
rétt fyrir regntímann.
Ég hafði nokkrum sinnum
fylgzt með fiskiflotanum niður
ána og horft á fiskimennina að
starfi með hinum tömdu fugl-
um. En svo fannst mér hlut-
verk áhorfandans of hlutlaust
og aðgerðalítið; ég vildi kom-
ast á einhvern fiskibátinn,
skoða allt nákvæmlega og helzt
reyna hvernig mér gengi að
stjórna einni þessara merkilegu
skarfa-,,skipshafna“.
Það var langsótt verk að
hafa upp á japönskum for-
manni, sem vildi leyfa mér þátt-
töku í veiðiför, en að síðustu
tókst mér að fá gamlan, fámálg-
an þul til að fallast á mál mitt,
með lófafylli af yen-um og lof-
orði um að bæta honum að fullu,
ef svo skyldi fara — sem hann
taldi fullvíst ■— að ég reyndist
fiskifæla.
Eg kom á tilsettum tíma, að
kvöldi til, og horfði með mikl-
um áhuga á, þegar skarfarnir
voru fluttir um borð. Fullorðnir
fuglar af þessari tegimd eru
álíka stórir og gæsir og svipað-
ir að þyngd. Þegar ég var að at-
huga hið síðara, hjó fugl sá, er
ég hafði handleikið, grimmdar-
lega til mín með gogginum, og
gamli fiskimaðurinn glotti af
ánægju og sagði mér, að fugl-
arnir leyfðu ekki ókunnugum
að snerta sig. Mér fannst hann
hefði vel getað sagt mér þetta
fyrr, en þegar ég sagði það við
hann, yppti hann bara öxlum.
Ég var lítið hrifinn af þessum
móttökum.
Fuglarnir settust nú á borð-
stokkinn á bátnum, kvökuðu og
löguðu fjaðrirnar. Einn þeirra,
dálítið stærri en hinir, og alÞ
grimmdarlegur á svipinn, tildr-
aði sér upp á sjálfan hnífilinn
og starði þaðan niður á hina
með fyrirlitningu. Gamli for-
maðurinn, sem virtist hafa tek-
ið gleði sína eftir að skarfurinn
hjó mig, sagði mér að þessi
stóri skarfur vær forustufugl
sinn — nokkurskonar fyrsti
stýrimaður við veiðistarfið.
Staðurinn sem hann sæti á —