Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 24

Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 24
1 Japan nota fiskimenn skarfa til að veiða fisk. Fiskiveiðar með tömdum skörfum. Grein úr „The Wide World Magazine", eftir H. E. Sörensen t'IN skemmtilegasta og ó- venjulegasta dægrastytt- ing, sem ég kynntist og tók þátt í, þau ár sem ég átti heima í Japan, var skarfafiski. Þetta var á Ujiánni, nærri Kyoto, hinni einkennilegu, gömlu höf- uðborg ríkisins, snemma í júní, rétt fyrir regntímann. Ég hafði nokkrum sinnum fylgzt með fiskiflotanum niður ána og horft á fiskimennina að starfi með hinum tömdu fugl- um. En svo fannst mér hlut- verk áhorfandans of hlutlaust og aðgerðalítið; ég vildi kom- ast á einhvern fiskibátinn, skoða allt nákvæmlega og helzt reyna hvernig mér gengi að stjórna einni þessara merkilegu skarfa-,,skipshafna“. Það var langsótt verk að hafa upp á japönskum for- manni, sem vildi leyfa mér þátt- töku í veiðiför, en að síðustu tókst mér að fá gamlan, fámálg- an þul til að fallast á mál mitt, með lófafylli af yen-um og lof- orði um að bæta honum að fullu, ef svo skyldi fara — sem hann taldi fullvíst ■— að ég reyndist fiskifæla. Eg kom á tilsettum tíma, að kvöldi til, og horfði með mikl- um áhuga á, þegar skarfarnir voru fluttir um borð. Fullorðnir fuglar af þessari tegimd eru álíka stórir og gæsir og svipað- ir að þyngd. Þegar ég var að at- huga hið síðara, hjó fugl sá, er ég hafði handleikið, grimmdar- lega til mín með gogginum, og gamli fiskimaðurinn glotti af ánægju og sagði mér, að fugl- arnir leyfðu ekki ókunnugum að snerta sig. Mér fannst hann hefði vel getað sagt mér þetta fyrr, en þegar ég sagði það við hann, yppti hann bara öxlum. Ég var lítið hrifinn af þessum móttökum. Fuglarnir settust nú á borð- stokkinn á bátnum, kvökuðu og löguðu fjaðrirnar. Einn þeirra, dálítið stærri en hinir, og alÞ grimmdarlegur á svipinn, tildr- aði sér upp á sjálfan hnífilinn og starði þaðan niður á hina með fyrirlitningu. Gamli for- maðurinn, sem virtist hafa tek- ið gleði sína eftir að skarfurinn hjó mig, sagði mér að þessi stóri skarfur vær forustufugl sinn — nokkurskonar fyrsti stýrimaður við veiðistarfið. Staðurinn sem hann sæti á —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.