Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
að þeirri niðurstöðu að þeir
væru á allan hátt ófærir til eðl-
unar.
Einnig mætti ætla að eigin-
legir hermafródítar hegðuðu sér
ýmist sem karlmenn eða sem
konur. En dr. Young komst að
þeirri niðurstöðu að þeir dróg-
ust aðeins að öðru kyninu,
aldrei að báðum.
Sem dæmi má nefna átján
ára unglingspilt, þriggja álna
háan og íþróttamannslegan,
sem leitaði til dr. Youngs vegna
útvaxtar í kviðarholinu. Þó að
þessi ungi maður hefði aldrei
haft mök við stúlku, höfðu
stúlkur kynáhrif á hann en
aldrei karlmenn. Dr. Young
komst að raun um að í þessum
,,útvexti“ voru leg, leggöng og
starfhæft eggjakerfi; auk þess
hafði maðurinn eitt starfhæft
eista. Þrátt fyrir þetta var mað-
urinn í eðli sínu alger karlmað-
ur.
Stundum er þó kynafstaða
eiginlegra hermafródíta hlut-
laus. Einu sinni var sextán ára
gömul, lagleg stúlka skoðuð í
sjúkrahúsi John Hopkins há-
skólans. Stúlkan hafði vel
þroskuð brjóst, reglulegar tíð-
ir, en vildi láta skera af sér
óvenjulega stóran sníp (clitor-
is), sem var næstum eins stór
og karlmannsreður. Fram að
þeim tíma höfðu hvorki piltar
né stúlkur haft kynörvandi
áhrif á hana.
Við uppskurðinn fundu lækn-
arnir fullþroskað eista annars-
vegar, og í kviðarholi hennar
fullþroskað leg, legpípur og
eista og eggjakerfi, bæði starf-
hæf. Bæði eistað og snípurinn
var tekið burtu.
Til hinnar tegundarinnar telst
mikill meirihluti allra herma-
fródíta og er talið að eitt barn
af hverjum 1000 sem fæðast sé
í hópi þeirra. Þeir eru fæddir
með aðeins aðra tegund kyn-
kirtla, en með meira og minna
þroskuð ytri kynfæri gagn-
stæðs kyns. Kynkirtlarnir skera
úr um það hvort um karl eða
konu er að ræða.
Vegna þess að foreldrar og
jafnvel læknar úrskurða kyn
barnsins af ytri kynfærun-
um, uppgötvast hermafródítar
næstum aldrei við fæðingu. Af
því leiðir að þeir eru aldir upp
í ósamræmi við hið eiginlega
kyn sitt.
Enginn efi er á því að Christ-
ine Jörgensen var fædd með
kynkirtla konu og Ewan For-
bes-Sempill með kynkirtla karl-
manns. Eins og yfirlæknir
Ríkisspítalans í Kaupmanna-
höfn benti á var kynskiptingin
á Christine gerleg af því að hún
hafði í sér eggjakerfi jafn-
framt því sem hún hafði ytri
kynfæri karlmanns.
Sú aðgerð sem þarf til þess
að breyta hermafródíta í hið
eiginlega kyn sitt er ekki stund-
arverk, heldur þarf að gera
hana í þrem áföngum að
minnsta kosti. Á konu eins og
Christine Jörgensen, t. d., þarf