Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 71
SAGAN AF fflNUM
undirbúningi undir athöfnina
daginn eftir.
Wilhelm krónprins hafnaði
boðinu um að vera viðstaddur og
sagði: „Ég er kominn á þann
aldur, að greftrunarathafnir
gera mig dapran.“ En Cecilía
prinsessa og þrír aðrir ættingjar
voru þarna. Líkfylgdin safnað-
ist saman í herstjórnarskrif-
stofu borgarinnar, til þess að
vekja sem minnsta athygli og
fór til kirkjunnar í bifreiðum.
Þremenningarnir voru hinir
ánægðustu yfir, hve vel hefði
tekizt að halda öllu leyndu. 1
blöðunum hafði ekki birzt staf-
ur um undirbúninginn. En þeg-
ar bílamir komu inn í kirkju-
garðinn um bakhlið (til frekara
öryggis) urðu þremenningarnir
steinilostnir. Meira en 500 Þjóð-
verjar höfðu safnast saman
þama og í gluggum húsa í ná-
grenninu var f jöldi f ólks og aðr-
ir voru á kirkjugarðsveggnum.
HÁGÖFUGU LlKUM 69
Þennan dag var aðeins hægt
að láta fara fram greftrunarat-
höfn konunganna, því að
ættingjar Hindenburg-hjónanna
komu ekki. Tveim dögum seinna
komu þeir, og athöfnin var hin
hátíðlegasta. Óskar von Hinden-
burg, frú hans og tvær dætur
og systir vom sorgarklædd og
alvarleg, eins og foreldramir
væru nýdánir. Óskar hafnaði
kurteislega bifreiðum þeim, sem
áttu að aka þeim til kirkjunnar
og lýsti yfir, að í virðingarskyni
við hin látnu mimdi f jölskyldan
öll fara fótgangandi til kirkj-
unnar. Og það gerðu þau, í
langri alvarlegri halarófu gegn-
um alla Marburg og til St. Elísa-
betarkirkjunnar.
Þegar þessi síðari athöfn fór
fram, voru liðnir nákvæmlega
15 mánuðir og 4 vikur frá því
bandarísku hermennirnir fundu
líkkistumar fjórar í saltnám-
unni.
Ó. Sv. þýddi.
(^3 co
Mælikvarði.
Kunnur heimsskautafari hafði alltaf með sér í leiðangrum
sínum kvenmann, og valdi sér ljótasta kvenmanninn sem hann
gat fengið. Hún hafði engum skyldum að gegna og þurfti ekkert
að gera. Vinur hans einn furðaði sig á þessu og spurði:
„Til hvers tekurðu með þér svona kvenmannsherfu sem ekk-
ert gerir?"
„Ég skal segja þér," sagði heimsskautsfarinn, ,,ég nota hana
sem mælikvarða. Þegar mér fer að lítast vel á hana, þá veit
ég að tími er til kominn að fara heim."
Magazine Digest.