Úrval - 01.05.1953, Page 86
S4
ÚRVAL
að kólna og við það dróst hún
saman eins og epli sem þornar
undir hýðinu. Og eins og hýð-
ið á eplinu, hrukkaðist skorpa
jarðarinnar og dróst í felling-
ar, myndaði fjöll. Síðan hafa
skipzt á ofsalegir umbrotatím-
ar þegar skorpa hennar lagaði
sig eftir samdrættinum inni
fyrir, og langir kyrrðartímar
þegar óbilgjarnt regnið svarf
fjallatindana, skolaði úr þeim
steinefnin, risti í þau gjár og
gjótur og bar svarfið til sjáv-
ar. Þá varð landið aftur slétt
og sviplaust — unz aftur hóf-
ust umbrot í skorpunni og ný
fjöll mynduðust.
Fyrir meira en miljarð ár-
um fæddust Lárentsíusarhæð-
irnar í Austurkanada á ein-
hverju mesta umbrota- og eld-
gosatímabili í sögu jarðarinn-
ar. Þá vall upp úr jörðinni
bráðið hraun sem flæddi yfir
fimm milljón ferkílómetra
svæði umhverfis Hudsonflóann
og þakti það 3000 metra þykku
hraunlagi. Það er þar enn í
dag — hinn mikli granítgrunn-
ur undir austurhluta Kanada.
Appalachíufjöllin meðfram
austurströnd Bandaríkjanna
urðu til fyrir 200 ármilljónum
— á sínum tíma jafnhrikaleg
og Alpafjöllin eru nú, en eru
fyrir löngu sorfin þannig að
rætur þeirra standa einar eftir.
Við lifurn nú á byltinga- og
sköpunartímabili nýrra fjalla.
Öll hæstu fjöll jarðarinnar —
Himalajafjöllin, Kiettafjöllin,
Alparnir, Andesfjöllin — hafa
orðið til á síðustu 60 ármilljón-
unum. Yngstu stórfjöllin, Cas-
cadefjöllin á vesturströnd
Bandaríkjanna, risu úr hafi
fvrir tæpum milljón árum við
stórkostleg eldsumbrot sem
víða má sjá merki um. Allt
umhverfis Kyrrahafið, frá Al-
aska til Austurindía er röð
eldfjalla. Líkur benda til að
Himalajafjöllin séu enn að
stækka. Öll saga mannkynsins
hefur gerzt á einu þessara
stuttu æviskeiða í sögu jarð-
arinnar þegar fjöllin marka
ásjónu hennar með hrikaleik
sínum.
En við lifum jafnframt á
ísöld. Að minnsta kosti fjórum
sinnum síðan maðurinn kom
fram á sjónarsviðið fyrir um
milljón árum, hefur ísinn geng-
ið fram og hörfað aftur. Nú
lifum við eitt slíkt tímabil
þegar ísinn er á undanhaldi og
hófst það fyrir um 20000 ár-
um. Enn er um tíundi hluti
jarðarinnar undir ís. En það
hefur greinilega mátt merkja
undanhaldið undanfarin 200 ár.
Fi'á gistihúsum í Sviss, sem
reist voru með tilliti til fag-
urrar jöklasýnar, sjást nú að-
eins auð fjöll. Það er ætlun
sérfróðra manna að halda muni
áfram að hlýna fram til ársins
20000. Alvarlegustu afleiðingar
þess ef mikið bráðnaði af ís-
hettum heimsskautanna yrðu
þær að yfirborð sjávarins
mundi hækka um 30 metra eða