Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 109

Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 109
HVARF KRÝNINGARSTEINSINS 107 Síðan hélt hún heim með lest. (Hálfum mánuði seinna ók ég þangað í Anglíabílnum og sótti steininn. Ég vona að þetta enska heiðursfólk hafi fyrirgefið okk- ur hvernig við fórum á bak við það.) Þegar við Alan höfðum heyrt sögu Kay, vorum við hinir á- nægðustu. Matur var framreidd- ur, en við vorum of þreyttir til að geta borðað. Við höfðum líka mikla þörf fyrir að fara í bað, en treystum okkur ekki til þess heldur. Stirðir og þreyttir klædd- um við okkur úr fötunum og lögðumst til svefns. Nú urðum við framar öllu að gæta þess, að haga okkur eins og ekkert hefði komið fyrir, því að ef til vill hefði verið tekið eftir f jarveru okkar. Við ákváð- um að breyta vörn í sókn, til þess að við yrðum síður grun- aðir. Við ætluðum að þvæla um steininn fram og aftur, þangað til allir yrðu leiðir á okkur. Við ætluðum að grobba af því, að við hefðum rænt honum, eða hefðum verið reiðubúnir að gera það, ef annar hefði ekki orðið okkur hlutskarpari. Við ætluð- um að tala eins og æstustu þjóð- ernissinnar. Það var það skyn- samlegasta sem við gátum gert, því að Glasgowlögreglan var of vel viti borin til þess að taka mark á æstum þjóðernissinnum. Blekkingar okkar gáfu góða raun. Það féll merkilega lítill grunur á okkur. Þrem mánuð- um seinna, þegar yfirmaður Scotland Yard yfirheyrði okkur, heyrði ég nærstaddan stúdent segja: ,,Hvað er að heyra ? Eins og Ian Hamilton hafi haft nokk- ur afskipti af þessu krýningar- steinsmáli! Vitleysa! Sá eini, sem gæti látið sér til hugar koma að gruna Ian Hamilton, er Ian Hamilton sjálfur." Eitt áttum við enn ógert. Eng- inn vissi enn, hvort steininum hafði verið rænt af stjórnleys- ingjum, kommúnistum eða rnönnum, sem söfnuðu forngrip- um. Auk þess féll konunginum hvarf steinsins þungt, og okk- ur fannst það skylda okkar að skýra málið. Við skrifuðum því konunginum bréf, þar sem við fullvissuðum hann um hollustu okkar og skýrðum frá ástæðun- um til þess að við námum stein- inn á brott. Miklar umræður urðu um það, hvar þetta bréf skyldi sett í póst. Eg vildi setja það í póst í Edinborg, því að ég hélt, að lögreglan myndi þá einbeita eft- irgrennslan sinni þar. Hinir vildu setja bréfið í póst í Glas- gow. Þeir héldu því fram, að lögreglan myndi álykta sem svo, að við póstlegðum bréfið sem lengst frá dvalarstað okkar. Lögregluna myndi því síður gruna, að við værum í Glasgow, og öfugt. Það varð úr, að við skildum bréfið eftir í skrifstofu dagblaðs eins í Glasgow, og af- leiðingin varð sú, að lögreglan sneri sér aðallega að þeirri borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.