Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
ari einföldu spumingu hafi hann
drepið fingri á mjög veigamikið
atriði í vesturevrópskum nú-
tímabókmenntum.
Allur skáldskapur vor ber í
innsta eðli sínu merki um ótta
við yfirvofandi hörmungar. Það
er í oss grunur um að eitthvað
hggi í loftinu, eitthvað óumflýj-
anlegt og óhugnanlegt. Jörðin
er bókstafiega farin að skríða
undir fótum vomm. Mér þætti
gaman að vita hve margar
norskar skáldsögur, útvarpsleik-
rit og leikrit síðustu ára hafa
haft skriöu sem uppistöðu.
Mennirnir sitja aðgerðarlausir
og hjálparvana undir fjallshlíð-
inni og bíða hamfaranna. Og
skriðan kemur — fyrr eða síð-
ar. í bókmenntunum, á ég við.
Eða þá hin svonefnda sál-
fræðilega skáldsaga. Um hvað
fjallar hún ? Næstum undantekn-
ingarlaust um einstaklinga sem
era reköld á sjó mannlífsins,
menn í andlegri upplausn.
Á stefnulausum flótta frá
misheppnaðri bernsku, gegn-
um gleðivana æsku, móti ein-
hverjum draumi um frelsun
eða skilning á sjálfum sér, sem
þeir öðlast aldrei af því að ég-
tilfinningin og óttinn og sjálfs-
matið gerir þá ónæma fyrir líf-
inu og mönnunum í kringum þá.
Vér skulum aðeins nefna tvær
af skáldsögum ársins sem lýs-
andi dæmi um þetta. Aldrende
Orfeus eftir Pál Brekke og Jeg
er blitt glad i en annen eftir
Sigurd Hoel. Ég ætla mér ekki
að leggja fagurfræðilegt mat á.
þessar tvær skáldsögur, ég vil
aðeins benda á að uppistaðan
í þeim báðum er óttinn, með
sjálfsfyrirlitninguna í leyni bak
við næsta götuhorn. f þessum
ótta og þessari sjálfsfyrirlitn-
ingu mætast að mínu áliti bók-
menntir gömlu og ungu kyn-
slóðarinnar í dag. Ótti gömlu
kynslóðarinnar við það, sem hún
hefur ekki gert, ótti ungu kyn-
slóðarinnar við það sem hún
getur ekki gert.
Mér virðist að á þessu sé eink-
ar eðlileg skýring. Vér lifum í
samfélagi í hnignun, samfélagi
sem stefnir að upplausn. I slíku
samfélagi er það hið ógeðfellda
hlutverk rithöfundanna, að lýsa
gangi sjúkdómsins. Og þeir gera
það, vitandi eða óafvitandi. Þess
vegna fellur það svo vel í mynd-
ina, að nú er að koma fram
ný-háspekileg stefna innan bók-
menntanna, bæði hjá oss og í
öðrum Evrópulöndum; þegar
óttinn verður of magnaður og
úrbæturnar ófullnægjandi, er
það ekki fráleit stundarlausn að
„hugsa um eitthvað annað“. En
meðan hræðsluhöfundarnir ■— ef
mér leyfist að nefna þá svo —
skrifa ruglingslega vegna innri
misklíðar, hafa hinir háspeki-
legu höfundar að minnsta kosti
skapað sér heildarsýn. Ég vil
persónulega orða það svo, að
þeir séu sjálfum sér samkvæm-
ir og oft leiknir í að „neita stað-
reyndum". Ég held sem sé, að
hinn svonefndi innri og æðri