Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 39

Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 39
GEÐRÆN VANDAMÁL HVERSDAGSLlFSINS 37 sálrænu vandamál og kvíða- stundir — heldur hin ofboðslega ákefð og umhyggja, sem mað- ur leggur í verkið þannig að ekkert annað í lífinu kemst að ... það er þetta, sem bendir til að við séum altekin af einhverju vandamáli. Við skulum taka frú Önnu G. sem dæmi. Hún er 28 ára, hef- ur verið gift í sex ár og á 4 ára son. Hún býr í tveggja her- bergja íbúð sem hún gerir sér ástríðufullt far um að halda hreinni. Flestar konur „taka í gegn“ íbúðir sínar einu sinni í viku, en frú Anna gerir það á hverjum degi. Frá morgni til kvölds stritar hún við að þvo og þurrka, ryksjúga, fægja og bóna. Hún er hreykin af tandur- hreinum veggjunum, skínandi silfurmununum og ábreiðunum, sem aldrei sést á eitt einasta fis- kom. Sonur hennar er bezt hirta barnið á leikvellinum. Maðurinn hennar heldur að öskubakkinn sé til að leggja á hann sígarettu- stubba. og allt kvöldið er frú Anna á ferðinni með öskubakka sem þarf að tæma. Frú Anna er þeirrar skoðun- ar, að hún sé alveg heilbrigð og að allar aðrar húsmæður séu sóðar. Hún hefur ekki hugmynd um að hún er kerfisbundið að brjóta niður allt sem hún vildi helzt byggja upp. Ef maður spyr frú Önnu hvert takmark henn- ar í lífinu sé, svarar hún: „Þægi- legt heimilislíf með manni og syni.“ En hreinlætisæði hennar gerir það ómögulegt. Það hefur spillt mjög sambúðinni viðmann- inn, og jafnframt er það hemill á persónuþroska drengsins. Frú Anna er haldin þráhyggju (fiks idé). Slíkt fólk gerir sér hreinlæti, böð eða annað að helgisið, til þess með því móti að létta af sér sálarstríði, sem það getur ekki borið. Ef það hleypur yfir einhvern lið í helgi- siðunum, eða lendir á einhvern hátt út af sporinu, verður það kvíðafullt og órólegt. Flestir geð- læknar eru á einu máli um það, að slík þráhyggja eigi rætur sín- ar í djúpstæðum vandamálum, sem ekki eiga neitt skylt við hlutaðeigandi „helgisiði11. Mað- ur sem þjáist af óljósri ótta- tilfinningu, getur t. d. einbeitt þeirra óttatilfinningu að óhrein- indum eða bakteríum. En það hefur í för með sér þráhyggju: „Það eru allsstaðar óhreinindi og bakteríur”. Og þá er ekki langsótt ályktunin: „Ég verð að baða mig á hverjum klukkutíma til að vernda mig gegn hætt- unni.“ Athugum mál Herberts R„ sem er 25 ára gamall, ókvæntur og duglegur auglýsingateiknari. Hann er góðum hæfileikum gæddur, geðfelldur í útliti og hefur næma kímnigáfu, en samt verður honum ekki mikið ágengt í starfi sínu. í einkalífi sínu þjáist hann mjög af einmana- kennd. Iiarin segist gjarnan vilja kvænast og eignast heimili, en þó hann umgangist margar ung-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.