Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 30
Tvíkynja íólk er ekki nærri eíns
sjaldgæft og flestir ætla.
Sannleikurhm um kynskiptinga
Grein úr „Magazine Digest“,
eftir Frank Rasky.
BLAÐALESENDUR víða um
heim lásu það nýlega í blöð-
um sínum að 26 ára gömlum
amerískum hermanni frá New
York, George Jörgensen að
nafni, hefði verið breytt í
fallega, Ijóshærða stúlku á
Ríkisspítalanum í Kaupmanna-
höfn. Stúlkan tók sér nafnið
Christine.
Frétt þessi kom William
Calhoun, liðþjálfa í ameríska
flughernum mjög á óvart. Hann
hafði talið Christine vinkonu
sína. „Þetta er eins og lyga-
saga,“ sagði hann. „Mig grunaði
aldrei að hún hefði verið karl-
maður. Ég á margar myndir af
Christine sem hanga yfir koj-
unni minni.“
Enginn varð þó jafnundrandi
á þessum kynskiptum og faðir
hermannsins, George Jörgensen
eldri, sem er trésmiður í New
York. Hann hafði engan frið
fyrir blaðamönnum og tilboð-
um frá næturklúbbum um sýn-
ingu á þessari nýorðnu dóttur
sinni. Ékkert kom honum þó
eins á óvart og nærri 30 bréf
frá mönnum sem sögðust vera
að láta gera á sér sömu breyt-
inguna og sonur hans hafði lát-
ið gera á sér. „Þetta er svo fá-
ránlegt, það er eins og heimur-
inn hafi hrunið yfir mig,“ sagði
hann. „Ég trúi þessu ekki fyrr
en ég sé Christine með eigin aug-
um. Að svo margir skuli vera
eins og Chris — það er ótrú-
legt.“
Sannleikurinn er þó sá, að
kynskipti ameríska hermanns-
ins eru fjarri því að vera eins
dæmi í annálum læknavísind-
anna. I Bandaríkjunum og
Kanada munu nú vera að
minnsta kosti 5000 svipaðir
kynskiptingar, en þeir forðast
eftir mætti að vekja á sér at-
hygli. Sem stendur eru læknar
Presbýterasjúkrahússins í New
York að rannsaka 40 slíka sjúk-
linga, sem flestir eru undir 14
ára aldri. Önnur sjúkrahús hafa
haft tugi þesskonar sjúklinga
til athugunar.
Jafnvel æsifréttir í blöðum
af „kynskiptingum" eru ekki fá-
tíðar. Það er ekki nema ár síð-
an heimsblöðin fluttu fréttir af
fertugum skozkum lækni í þorp-
inu Alford skamrnt frá Aber-
deen. Fáum vikum áður hafði