Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL,
sínu og frelsi. 1 réttarskjölun-
um fylgdist hann með glím-
unni milli ákæranda og sak-
bomings. Hann lá vakandi á
nætumar og braut heilann um
tilfinningar þeirra, sem biðu
dóms. Hann velti fyrir sér, hvað
gerðist í sál sakamannsins, þeg-
ar hann að lokum gafst upp og
játaði. Rudolf litli hafði ekki
trú á, að neitt væri til, sem
kallast gæti samvizka, það hef-
ur hann staðhæft seinna á æv-
inni.
Uppvaxtarskilyrði þessa ó-
venjuviðkvæma drengs var
heimili, sem einkenndist af
smásmugulegu nuddi kald-
lyndra foreldra, sem börnunum
fannst sjálfsagt að taka sem
minnst mark á. Með skef jalausu
og sjúklegu ímyndunarafli
reyndi hann að vega á móti
minnimáttarkenndinni, sem
skapast hafði af fyrirlitningu
allra og vináttuskorti. Þannig
var ástatt fyrir drengnum, þeg-
ar hann komst á kynþroskaald-
urinn og fluttist ásamt foreldr-
um sínum til Leipzig, þar sem
faðir hans var skipaður í ríkis-
ráðið, og fékk þar með drauma
sína uppfyllta.
Þetta var í þá tíð, þegar
belgingur hernaðarsinnanna og
skriðdýrsháttur alþýðunnar var
sem mestur í keisaradæminu
rétt fyrir heimsstyrjöldina
fyrri. Þá skeðu við einn fínasta
menntaskólann í Leipzig skelfi-
legir atburðir. Það var sjálfs-
morðsfaraldur meðal nemend-
anna í efstu bekkjunum. Með
skömmu millibili fyrirfóru sér
þrír nemendur, áður en skóla-
yfirvöldin og lögreglan tóku í
taumana. Einn af þeim, sem við
þetta voru riðnir, var Rudolf
Ditzen. Hann var tekinn úr
skóla, eins og allir hinir. En
þar sem foreldrar hans höfðu
mikinn áhuga á, að hann dræg-
ist ekki aftur úr við námið,
sendu þau hann í skóla í smá-
bænum Rudolstadt í Thuring-
en. Dag einn kom svo frétt það-
an, að Rudolf og einn af félög-
um hans hefðu haldið áfram
sjálfsmorðstilraununum. Þeir
höfðu beint skammbyssum að
hjarta hvors annars og hleypt
af. Rudolf Ditzen lifði af til-
ræðið en félagi hans beið
bana.
Sá vitnisburður, sem þetta
ber tíðarandanum, verður ekki
misskilinn. Þyngsta sökin fell-
ur á foreldrana. Þó að foreldrar
séu að vissu marki mótaðir af
umhverfi og erfðavenjum, þá
er það þó í nánu samlífi mann-
dómur þeirra, sem mestu máli
skiptir. Og auðvitað voru líka
til foreldrar í Þýzkalandi á dög-
um Vilhjálms annars, sem
reyndu að skilja börn sín —
göfuglyndir foreldrar, sem ekki
töldu sérkenni þeirra galla né
yfirsjónir þeirra bera vott um
spillingu. En hvað viðvíkur
heiðurshjónunum Ditzen, þá
gáfu þau nú upp alla von um að
sjá elzta son sinn skrýðast dóm-
arakuflinum og verða samboð-