Úrval - 01.05.1953, Page 89
ÁHRIF LOFTSLAGSINS Á MENNINA
8T
er því augljóst mál að mikið
veltur á að líkaminn geti losnað
við þennan úrgangshita með
hægu móti.
Skyndilegri breytingu á loft-
hita eða hitamyndun í líkam-
anum er svarað með örari eða
tregari blóðrás til húðarinnar
og með starfsemi svitakirtl-
anna. En langvarandi hiti eða
kuldi, t. d. vikum eða mánuðum
sarnan, veldur varanlegri breyt-
ingu á starfsemi líkamans.
Við langvarandi erfiðleika á
að losna við úrgangshita verð-
ur bruninn í líkamanum hæg-
ari og öll líkamleg og andleg
starfsemi tregari. Sumir lokuðu
kirtlanna, sem hafa áhrif á
brunann, draga úr starfsemi
sinni, leggjast í einskonardvala.
Hæfilegt hitatap líkamans hef-
ur gagnstæð áhrif — örvar
vöxt, þroska og alla líffæra-
starfsemi.
Búpeningur sýnir einnig merki
um seinan þroska þar sem erfið-
leikar eru á hitatapi. í norðan-
verðum Bandaríkjunum (lowa
og Illinois) tekur 12—15 mán-
uði að ala naut upp í hæfilega
frálagsþyngd (1000 pund), 2'/>
—3 ár í Suðurríkjunum og 4—5
ár í Panama í Miðameríku. Þar
suður frá verða nautin ekki
þyngri, en í Iowa og Illinois
geta þau orðið allt að helmingi
þyngri.
Sama máli gegnir um svínin.
Þau eru 15 mánuði að ná 200
punda frálagsþyngd í Panama,
en aðeins 6—7 mánuði í Iowa.
Böm koraast nú á unglings-
skeiðið einu til tveim árum fyrr
en fyrir tveim kynslóðum. Þetta
eru niðurstöður af rannsóknum á
þroska barna sem Harold E. Jones,
forstjóri Barnavelferðarstofnunar
Kaliforníuháskóla hefur unnið að.
Jones prófessor kveðst hafa
leitað viða fanga til rannsókna
sinna og fann hann allsstaöar
dæmi um lækkandi kynþroskaald-
ur. Skýrslur um aldur amerískra
og evrópskra stúlkubarna á kyn-
þroskaskeiði frá 1870 til 1930 sýna
lækkun úr 16 og 15 árum í 13 ár
að meðaltali. Nýjustu skýrslur
benda til enn lægri kynþroska-
aldurs. Samskonar tölur fyrir
drengi sýna lækkun úr 15 til 16
árum fyrir aldamót niður í 14 ár
á tveim síðustu áratugum.
Jones prófessor segir einnig í
skýrslu sinni, að hin útbreidda
skoðun um skjótan þroska barna i
hitabeltislöndunum eigi ekki við
rök að styðjast. Hann bar saman
meðalkynþroskaaldur stúlkna í
Kaliforníu annarsvegar og Brazi-
líu, Perú, Panama og Filippseyj-
um hinsvegar og komst að þeirri
niðurstöðu, að meðalkynþroska-
aldujr kaliforníustúlknanna væri
13,1 ár, en i hinum löndunum einu
til tveim árum hærri.
Tilraunir á dýrum hafa sýnt,
að tilbúið hitabeltisloftslag sem
torveldar hitatap dregur mjög
úr frjósemi dýranna, getur jafn-
vel alveg komið í veg fyrir
getnað.
Hagskýrslur sýna að á Flór-
ída, sem er syðst í tempraða
beltinu, eru barngetnaðir 30%
færri sumarmánuðina en aðra
tíma árs. En í Maine, nyrzt í