Úrval - 01.05.1953, Page 55
BRAUÐALDINAFLUTNINGARNIR MEÐ BOUNTY
53
ekki að komast gegnum sund-
ið og við verðum að snúa við.
V'atnsskortur er það eina sem
við óttumst.“
Ferðin frá Kyrrahafi til
Indlandshafs tók 19 daga og
tóku skipin land á Timoreyju
3. október. Bligh var orðinn
áhyggjufuilur út af farmi sín-
um. Hann skrifaði: „Ég get
ekki nefnt neina ástæðu, en
þegar hér var komið höfðum
við misst 224 potta með brauð-
aldintrjám.“ Á Timor voru
teknar nokkrar plöntutegimd-
ir og síðan var siglt af stað
yfir Indlandshaf. Komið var
nú fram á vetur. Bligh fékk
gott veður fyrir Góðravona-
höfða, en lenti í stormum á
leið norður með vesturströnd
Afríku. Þegar hann nálgaðist
St. Helenu, þar sem hann átti
að setja á land nokkur brauð-
aldintré, skrifaði hann: „Plönt-
urnar mínar hafa verið lok-
aðar alveg inni undanfama
daga; þær standa sig þó vel;
en þessir óhagstæðu vindar
hafa slæm áhrif á þær.“ Þann
11. desember taldi hann þær
sem eftir lifðu og reyndust
þær vera 830 — af 2834.
Bligh tjáði landstjóranum á
St. Helenu að hann hefði fyrir-
mæli um að „fá yður til
varðveiziu 10 brauðaldintré og
eitt af hverri tegund (af fimm
sem ég hafði) tii að tryggja
eyjunum varanlegan forða af
þessum dýrmæta ávexti, sem
vor allra göfugasti konungur
hefur uppálagt að plantað
verði hér.“ Áður en Bligh fór
frá St. Helenu fékk hann bréf
frá landsstjóranum og ríkis-
ráði hans þar sem lýst er
þakklæti til konungsins og
sagt að korna Providence hafi
„vakið hjá oss ólýsanlegan
fögnuð að sjá fljótandi garð
flytja gnótt nytjajurta frá
einum enda heims til annars.“
Eftir stranga ferð yfir Suð-
uratlantsliaf komu Providence
og fylgdarskip hennar til St.
Vincent, fyrstu hafnar þeirra
í Vesturindíum, 24. janúar
1793. Negrar vom fengnir til
að bera plönturnar á höfðum
sér til grasgarðs tvær mílur í
burtu. Þeir komu til baka með
plöntur sem Bligh átti að fara
með til Englands.
Plantekrueigendur á St. Vin-
cent tóku Bligh tveim höndum.
I-Iann skýrir svo frá: „Nefnd
frá stjórn og þingi veitti mér
móttöku daginn eftir komu
mína og afhentu mér ályktun
og báðu mig að veita viðtöku
skildi, er metinn var á 100
guíneur, sem tákn um virð-
ingu þeirra. Þeir sýndu mér
einnig þann heiður að halda
yfirmönnum mínum opinbera
veizlu . . . Ég skildi eftir 544
plöntur á þessum stað, og fyr-
ir grasgarð hans hátignar í
Kew tók ég við 465 pottum og
tveim keröldum með plönt-
um.“
Bligh fór frá St. Vincent
30. janúar 1794 og kom