Úrval - 01.05.1953, Side 107

Úrval - 01.05.1953, Side 107
HVARF KRÝNINGARSTEINSINS 105 för. Þegar honum hafði loks tek- izt að hrista manninn af sér, var hann orðinn of seinn á stefnumótið í Reading. Hann hélt því með lest heim til Glas- gow.) Meðan við Alan vorum á leið- inni til felustaðarins, fór ég að hugleiða áhrifin af verknaði okkar. I Skotlandi höfðum við endurlífgað þann anda, sem hafði gert okkur að elztu ósigr- uðu þjóðinni í Evrópu; en þótt einkennilegt megi virðast, hafði afrek okkar haft næstum eins mikil áhrif í Englandi. Við vorum örmagna af þreytu, en ábyrgðartilfinningin unni okkur engrar hvíldar. Verknað- ur okkar var nú opinber og á allra vitorði, og við máttum ekki fyrir nokkum mun halda norð- ur fyrr en við hefðum komið steininum fyrir á öruggum stað. Það var skyldustarf, sem ekki leyfði neina hvíld. Við fundum steininn þar sem við höfðum falið hann, og þessa nótt ókum við yfir hálft Kent- hérað til að leita að góðum felu- stað. Um miðnætti fundum við ágætan stað nálægt Rochester. Svo sem tíu metra frá veginum var röð af trjám, sem auðvelt var að þekkja aftur og brött brekka, þakin hálmi og bréfa- rusli. Ég gróf holu í gljúpa mold- ina í miðri brekkunni; við sett- um steininn ofan í hana og þökt- um yfir með mold og rusli. Nú var ætlunarverki okkar lokið í bili. Ég skreiddist upp í aftursætið og Alan tók stefn- una norður til Skotlands. Ég svaf eins og dauður maður. Það voru liðnar um 90 klukkustundir frá því að við höfðum komið í rúm og við vorum orðnir dauð- þreyttir, en heimþráin var svo sterk, að okkur datt ekki í hug að gista neinsstaðar. Við skipt- umst á við aksturinn um nóttina, en stundum stöðvuðum við bíl- inn utan við veginn og sváfum báðir. Næsta morgun vorum við bún- ir að fá hálfgert óráð af þreytu. Við hrópuðum og sungum full- um hálsi. Við höfðum gert inn- rás í háborg Englands og vorum nú á heimleið heilir á húfi, en hvarvetna kringum okkur nístu yfirvöldin tönnum og héldu nefndafundi. Þessvegna ókum viðnúnorður eftir Englandi æp- andi og syngjandi, hinum rólegu, ensku vegfarendum til mikillar undrunar. Þeir hafa sjálfsagt haldið, að við værum drukknir. Það var komið nón, þegar við námum staðar. Ég svaf í aftur- sætinu, þegar Alan sagði lágt: „Það er lögreglan, Ian.“ Ég var glaðvaknaður á auga- bragði. Lögreglubíll ók upp að okkur og gaf okkur merki um að nema staðar. Tveir lögreglu- þjónar gengu að bílnum, þeim megin sem Alan var, og héldu á vasabókum sínum. Þeir báðu um ökuskírteini hans og skrif- uðu hjá sér nafn og heimilis-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.