Úrval - 01.05.1953, Side 107
HVARF KRÝNINGARSTEINSINS
105
för. Þegar honum hafði loks tek-
izt að hrista manninn af sér,
var hann orðinn of seinn á
stefnumótið í Reading. Hann
hélt því með lest heim til Glas-
gow.)
Meðan við Alan vorum á leið-
inni til felustaðarins, fór ég að
hugleiða áhrifin af verknaði
okkar. I Skotlandi höfðum við
endurlífgað þann anda, sem
hafði gert okkur að elztu ósigr-
uðu þjóðinni í Evrópu; en þótt
einkennilegt megi virðast, hafði
afrek okkar haft næstum eins
mikil áhrif í Englandi.
Við vorum örmagna af þreytu,
en ábyrgðartilfinningin unni
okkur engrar hvíldar. Verknað-
ur okkar var nú opinber og á
allra vitorði, og við máttum ekki
fyrir nokkum mun halda norð-
ur fyrr en við hefðum komið
steininum fyrir á öruggum stað.
Það var skyldustarf, sem ekki
leyfði neina hvíld.
Við fundum steininn þar sem
við höfðum falið hann, og þessa
nótt ókum við yfir hálft Kent-
hérað til að leita að góðum felu-
stað. Um miðnætti fundum við
ágætan stað nálægt Rochester.
Svo sem tíu metra frá veginum
var röð af trjám, sem auðvelt
var að þekkja aftur og brött
brekka, þakin hálmi og bréfa-
rusli. Ég gróf holu í gljúpa mold-
ina í miðri brekkunni; við sett-
um steininn ofan í hana og þökt-
um yfir með mold og rusli.
Nú var ætlunarverki okkar
lokið í bili. Ég skreiddist upp
í aftursætið og Alan tók stefn-
una norður til Skotlands. Ég
svaf eins og dauður maður. Það
voru liðnar um 90 klukkustundir
frá því að við höfðum komið
í rúm og við vorum orðnir dauð-
þreyttir, en heimþráin var svo
sterk, að okkur datt ekki í hug
að gista neinsstaðar. Við skipt-
umst á við aksturinn um nóttina,
en stundum stöðvuðum við bíl-
inn utan við veginn og sváfum
báðir.
Næsta morgun vorum við bún-
ir að fá hálfgert óráð af þreytu.
Við hrópuðum og sungum full-
um hálsi. Við höfðum gert inn-
rás í háborg Englands og vorum
nú á heimleið heilir á húfi, en
hvarvetna kringum okkur nístu
yfirvöldin tönnum og héldu
nefndafundi. Þessvegna ókum
viðnúnorður eftir Englandi æp-
andi og syngjandi, hinum rólegu,
ensku vegfarendum til mikillar
undrunar. Þeir hafa sjálfsagt
haldið, að við værum drukknir.
Það var komið nón, þegar við
námum staðar. Ég svaf í aftur-
sætinu, þegar Alan sagði lágt:
„Það er lögreglan, Ian.“
Ég var glaðvaknaður á auga-
bragði. Lögreglubíll ók upp að
okkur og gaf okkur merki um
að nema staðar. Tveir lögreglu-
þjónar gengu að bílnum, þeim
megin sem Alan var, og héldu
á vasabókum sínum. Þeir báðu
um ökuskírteini hans og skrif-
uðu hjá sér nafn og heimilis-