Úrval - 01.05.1953, Page 36

Úrval - 01.05.1953, Page 36
34 ÚRVAL því heilbrigðari sem ostran er, því örari verður perlumyndun- in. En þótt svona takist til er ekki þar með sagt að perlan eigi eftir að skreyta konuháls því að ostran á tugi óvina: skatan, krossfiskurinn, állinn og ýmsir aðrir fiskar eru miklar ostruætur. Margar hætt- ur verða einnig á vegi rækt- uðu perlunnar. Hún myndast á sama hátt, en í stað þess að bíða eftir því að korn berist af tilviljun inn í ostruna er því komið fyrir í holdi hennar. Til þess eru valdar þriggja ára (fullþroska), heilbrigðar ostr- ur, og kornið er venjulega perlumóðurögn. Perlumyndun- in tekur fimm til sjö ár. Signor Onorato talaði um þessa aðgerð á ostrunum eins og skurðlæknir. „Þegar ostra er skorin upp,“ sagði hann, „verður að fara eins varlega með hana og skurðsjúkling. Fyrst verður að svelta hana svolítið — þ. e. taka hana úr söltum sjó — og gefa henni síðan hreinsandi lyf; það ger- um við með því að opna skel- ina með tréfleyg til þess að láta hreint loft leika um fisk- inn.“ Skurður er gerður í mjúkan kvið ostrunnar, korninu stung- ið inn í og mjúkar \ rablöðkur skomar af annarri ostru og þeim þrýst ofan á opið sárið. Fleygurinn er síðan tekinn burtu og skelin smellur aftur. í tvo til þrjá daga er ostran alin á léttu fæði, höfð í fötu sem x er örlítið salt vatn. Eftir það er hún sett í vírgrindabúr ásamt 99 öðrum ostrum. Því næst eni búrin hengd neðan á bambus- viðarramma, 1000 búr neðan í hvern ramma, rétt undir yfir- borð sjávar. Ostran reynir að sjálfsögðu að losa sig við korn- ið, en þegar það tekst ekki fer hún að hlaða utan um það hverri perlumóðurhimnunni á fætur annarri. Eftir þrjá mánuði er ostran tekin úr búrinu og skafin utan af skelinni sníkjudýr sem ella myndu draga úr vexti hennar. Þessi hreinsun er framkvæmd þriggja mánaðalega í þau fimm til sjö ár sem perlumynduniu tekur. Þegar perlan er tekin úr ostrunni er lífsstarfi hennar lokið og hún deyr. Onorato sagði mér að búr- anna væri gætt allan tímann og þau færð í hlýrri sjó þegar kuld- ar eru. Á hörðum vetrum kemur þó fyrir að slíkar varúðarráð- stafanir duga ekki. Veturinn 1946—47 var harður í Japan og drapst þá um 60% af ostru- stofni landsins. Næringarskil- yrðin í sjónum eru líka misjöfn og hafa þau áhrif á lögun og gæði perlanna. Ekki eru ostr- urnar heldur óhulltar fyrir öll- um sjávarbúum í búrum sínum. Eftir að sjö ár eru liðin og perl- urnar hafa verið teknar úr, er útkoman venjulega sú, að um 80% af perlunum eru einskis
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.