Úrval - 01.05.1953, Page 32

Úrval - 01.05.1953, Page 32
30 ÚRVAL að þeirri niðurstöðu að þeir væru á allan hátt ófærir til eðl- unar. Einnig mætti ætla að eigin- legir hermafródítar hegðuðu sér ýmist sem karlmenn eða sem konur. En dr. Young komst að þeirri niðurstöðu að þeir dróg- ust aðeins að öðru kyninu, aldrei að báðum. Sem dæmi má nefna átján ára unglingspilt, þriggja álna háan og íþróttamannslegan, sem leitaði til dr. Youngs vegna útvaxtar í kviðarholinu. Þó að þessi ungi maður hefði aldrei haft mök við stúlku, höfðu stúlkur kynáhrif á hann en aldrei karlmenn. Dr. Young komst að raun um að í þessum ,,útvexti“ voru leg, leggöng og starfhæft eggjakerfi; auk þess hafði maðurinn eitt starfhæft eista. Þrátt fyrir þetta var mað- urinn í eðli sínu alger karlmað- ur. Stundum er þó kynafstaða eiginlegra hermafródíta hlut- laus. Einu sinni var sextán ára gömul, lagleg stúlka skoðuð í sjúkrahúsi John Hopkins há- skólans. Stúlkan hafði vel þroskuð brjóst, reglulegar tíð- ir, en vildi láta skera af sér óvenjulega stóran sníp (clitor- is), sem var næstum eins stór og karlmannsreður. Fram að þeim tíma höfðu hvorki piltar né stúlkur haft kynörvandi áhrif á hana. Við uppskurðinn fundu lækn- arnir fullþroskað eista annars- vegar, og í kviðarholi hennar fullþroskað leg, legpípur og eista og eggjakerfi, bæði starf- hæf. Bæði eistað og snípurinn var tekið burtu. Til hinnar tegundarinnar telst mikill meirihluti allra herma- fródíta og er talið að eitt barn af hverjum 1000 sem fæðast sé í hópi þeirra. Þeir eru fæddir með aðeins aðra tegund kyn- kirtla, en með meira og minna þroskuð ytri kynfæri gagn- stæðs kyns. Kynkirtlarnir skera úr um það hvort um karl eða konu er að ræða. Vegna þess að foreldrar og jafnvel læknar úrskurða kyn barnsins af ytri kynfærun- um, uppgötvast hermafródítar næstum aldrei við fæðingu. Af því leiðir að þeir eru aldir upp í ósamræmi við hið eiginlega kyn sitt. Enginn efi er á því að Christ- ine Jörgensen var fædd með kynkirtla konu og Ewan For- bes-Sempill með kynkirtla karl- manns. Eins og yfirlæknir Ríkisspítalans í Kaupmanna- höfn benti á var kynskiptingin á Christine gerleg af því að hún hafði í sér eggjakerfi jafn- framt því sem hún hafði ytri kynfæri karlmanns. Sú aðgerð sem þarf til þess að breyta hermafródíta í hið eiginlega kyn sitt er ekki stund- arverk, heldur þarf að gera hana í þrem áföngum að minnsta kosti. Á konu eins og Christine Jörgensen, t. d., þarf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.