Úrval - 01.05.1953, Síða 42

Úrval - 01.05.1953, Síða 42
40 ÚRVAL sem enginn hefur beðið hann um, á eftir þjáist hann af því að enginn metur gjörð hans að verðleikum.“ En nú skulum við aftur snúa okkur að þér. Hvernig geturðu vitað hvort þú ert haldinn ein- hverri þessari geðröskun ? Ef dr. Thomson hefur á réttu að standa er langvinn þreyta eitt ótvíræðasta einkennið. Hún seg- ir: „Ef þér finnst þú alltaf vera dauðþreyttur, einkum þó ef þú vaknar þreyttur á morgnana, þá er geðástandið ekki eins og það á að vera.“ Slík þreyta getur að sjálf- sögðu átt sér líkamlegar orsak- ir, en ef læknir getur ekki bætt úr henni þá stafar hún frá ein- hverri duld (kompleks). „Maður á sífellt í baráttu við eitthvað,“ segir dr. Thompson. „Þú gerir þér það kannske ekki ljóst sjálf- um, en vöðvar þínir eru stöðugt spenntir, og það segir til sín í þreytu.“ Ef þú ert ekki síþreyttur, þá eru hér 8 hættumerki, sem þér er hollt að athuga í sjálfspróf- unarskyni: 1. Þú framkvæmir einhverja tilgangslausa athöfn á hverjum degi, og þér líður illa ef þú getur einhverra hluta vegna ekki framkvæmt hana. 2. Þú lendir í þrætum eða rifrildi við flesta menn sem þú átt einhver skipti við, einkum þó mann þinn (eða konu) og böm. 3. Eða þú lætur alltaf undan til að komast hjá rifrildi — já, þú gengur svo langt að þú lætur óskir þínar og áhugamál þoka og auðmýkir þig. 4. Þú samrekkir manni þínum (eða konu) af skyldutilfinningu. 5. í stað þess að njóta hins algera friðar sem fylgir full- komnaðri ástamautn læturðu þér nægja einskisverðar upp- bætur — kaupir föt, breytir um hárgreiðslu, spilar bridge eða borðar sælgæti. 6. Það sem þú talar og ger- ir er sífellt gremjuefni þeirra sem þú umgengst. 7. Á hverjum degi verður þú að ráðfæra þig við foreldra þína um ómerkilegustu smámuni sem þú gerir. 8. Þú þjáist af allskonar sjúkdómum sem enginn læknir getur ráðið bót á. Láttu ekki geðraskanir af þessu tagi eyðileggja lífsham- ingju þína. Reyndu að líta hlut- lægum augum á athafnir þínar og kæfðu sérhverja sjúklega til- hneigingu sem skýtur upp koll- inum. Þegar þú hefur komið auga á hið sjúklega í einhverri athöfn þinni eða viðbragði þá hefurðu stigið fyrsta og stærsta skrefið inn á braut heilbrigðs geðlífs. Heimspeki er heilbrigð skynsemi í sparifötunum. — Oliver S. Braston.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.