Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1994, Qupperneq 26

Læknaneminn - 01.04.1994, Qupperneq 26
ekki tekist að sýna fram á teljandi árangur meðferðarinnar. Krabbameinslvfiameðferð: Nýrnafrumu- krabbamein er mj ög tomæmt fyrir krabbameinsly ij um ognotkun þeirrahefurþví takmarkað gildi. Vinblastín er það lyf sem helst hefur verið notað en aðeins lítill hluti (í kringum 15%) svarar meðferðinni (response rate í kringum 15%) að einhverju marki og þá oft tímabundið. Meðferð með ónæmisörvandi lvfium: Ónæmiskerfið gegnir lykilhlutverki í vörnum líkamans gegn hvers konar framandleika, meðal annarra illkynja æxlum. Svörunin er breytileg fyrir mismunandi æxli en nýrnafrumukrabbamein virðast næm fyrir árásum frumna ónæmiskerfisins. Það og sú staðreynd að geisla- og krabbameinslyfjameðferð hefúr reynst illa hefur orðið til þess að miklar tilraunir hafa verið gerðar með ýmis lyf sem örva ónæmiskerfið. I því sambandi má nefna interferón sem er eitt af náttúrulegum boðefnum ónæmiskerfisins og er nú framleittmeð erfðatækni (8). Umþað bil20%sjúklinga sem taka lyfið svara meðferðinni, einkum þeir sem hafa lítil og fá meinvörp og þeir sem gengist hafa undir brottnámsaðgerð á nýra (5). Hingað til hefur alfa-interferón gefist best en beta- og gamma interferón hafa einnig verið notuð. Gallar við interferónmeðferð eru mikill kostnaður og umtalsverðir fylgikvillar. Upp úr miðjum áttunda áratugnum kom fram nýtt lyf, interleukin-2, sem virðist lofa góðu (24). Lyfið hefur bæði verið notað eitt sér og með svokölluðum LAK-frumum (lymphocyte activated killer-cells) og svara 20 - 35% sjúklinganna meðferðinni. Síðustu ár hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á notagildi interleukin-2 meðferðar (5). Meðferðin hefur miklar hjáverkanir og er gífurlega dýr. Enn er ekki ljóst hvert notagildi lyfsins er en rannsóknir eru í gangi til að fínna þá sjúklinga með meinvörp sem meðferðin nýtist best. Interleukin-2 hefur lítið verið beitt hér á landi en interferón oftar. NÝJUNGAR í MEÐFERÐ Síðustu ár hefur mjög mikið verið skrifað um nýjungarí meðferð nýrnafrumukrabbameins. Athyglin hefur aðallega beinst að meðferð sjúklinga með meinvörp. Miklar vonir eru bundnar við ónæmisörvandi meðferð eins og interleukin-2 og skyld lyf. Rannsóknir standa yfir á notkun interleukin-2 samhliða gjöf interferóns og LAK-fruma. Athyglin hefur einnig beinst að TNF (tumor necrosis factor) og einstofna mótefnum (monoclonal antibodies). Má telja víst að á næstu árum eigi fjöldi nýrra lyfja gegn nýrnafrumukrabbameini eftir að koma fram á sjónarsviðið. Hlutabrottnám á nýra (partiel nephrectomy) er önnur nýjung hjá sjúklingum með staðbundinn sjúkdóm. Skipta má sjúklingum með nýrnafrumu- krabbamein í tvo hópa. Annars vegar sjúklinga með meinvörp sem hafa hraðan sjúkdómsgang og eru dánir skömmu eftir greiningu og hins vegar sjúklinga með lítil staðbundin æxli sem vaxa hægt og meinverpast seint. Hingað til hefur meðferð falist í brottnámi alls nýrans auk fitu og stundum eitla í kringum nýrað. Bent hefur verið á að hugsanlega sé óþarfí að taka allt nýrað hjá þeinr sem hafa smáu hægtvaxandi æxlin, heldur ef til vill nóg að ljarlægja aðeins æxlið sjálft með nokkrum eðlilegum nýmavef í kring (25). Þessi aðgerð er hins vegar töluvert flókin tæknilega og tímafrek. Til að sjá hvaða æxli hafa hægan “góðkynja” vöxt hefur m.a. verið beitt greiningu á magni erfðaefnis krabbameinsfmmanna í æxlinu (DNA-analysis) (5). Ekki er enn ljóst hvort slík aðgerð á eftir að festa sig í sessi. Fyrstu rannsóknir virðast gefa til kynna að árangur, m.t.t. lífshorfa, sé ekkisíðri enárangurhefðbundinnarbrottnámsaðgerðar. Áhyggjur beinast fyrst og fremst að því hvort sjúkdómurinn taki sig oftar upp hjá þessum sjúklingum þegar hluti nýrans er skilinn eftir (26). Samkvæmt krufningum eru í allt að 10-20% tilvika til staðar lítil æxli (satellites) út frá meginæxlinu sem ekki sjást með berum augum, til dæmis við aðgerð (9). HORFUR Lífshorfur ráðast fyrst og fremst af því á hvaða stigi sjúkdómurinn er þegar sjúklingurinn greinist. Gráðun æxlisins og aldur sjúklingsins skipta einnig máli. í kringum 80% sjúklinga á stigi I og II lifa í 5 ár eftir greiningu en á stigi III lækkar þetta hlutfall í 40-45% (3). Sjúklingará stigi III sem eingöngu hafa æxlisvöxt út í bláðæðar virðast hafa betri horfur (50 - 60% 5 ára lífshorfur) en þeir sem hafa meinvörp í eitlum (15 - 35%) (5). Ef meinvörp eru til staðar lifa innan við 10% sjúklinganna í 5 ár frá greiningu og margir eru dánir innan eins árs. 20 LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.