Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1994, Side 34

Læknaneminn - 01.04.1994, Side 34
(líkjast oft bandvefsfrumum => “fibroblastoid”), samloðun þeirra er minnkuð, þær vaxa oft ífarandi og mynda oft meinvörp. Tilgangur þessarar flokkunar hefur verið sá að reyna að meta horfur krabbameinssjúklinga. Þannig lifa 80% sjúklingameð vel þroskað colorectal carcinoma í 5 ár eða lengur en aðeins 25% sjúklinga með illa þroskað carcinoma (23). Gallinn við þessa flokkun er aftur á móti sá að ef carcinoma frumurnar passa ekki inn í annan hvorn hópinn (einkenni þeirra eru hugsanlega einhvers staðar á milli) þá reynist erfiðara að meta horfurnar (24). Þess vegna hófst leitin að hugsanlegum sameindafræðilegum breytingum í illkynja frumum (25). I þessu sambandi hefurvaxandi áhugi verið fyrir rannsóknum á E-cadheríni undanfarinn áratug. Astæðan er sú að margar þeirra hafa sýnt að magn tjáningar á E-cadheríni í illkynja æxlum geti betur sagt til um horfur krabbameinssjúklinga heldur en ofannefnt flokkunarkerfi (9, 17,21,26). Til rannsókna á þessu efni hafa krabbameinsfrumulínurmikiðveriðnotaðarenþað eru frumur sem tekist hefur að viðhalda til langframa i rækt og eru oftast upprunnar úr langt gengnum krabbameinsæxlum. Kostur þessara frumulína er einkum sá að þær eru auðveldar til rannsókna en stærsti ókosturinn er sá að þær hegða sér oft á tíðum ólíktraunverulegumkrabbameinsfrumum. Viðtilraunir á þessum frumulínum kemur skýrt í ljós að vel þroskaðarfrumurtjámikið E-cadherínenillaþroskaðar frumur tjá lítið E-cadherín. Einnig er greinilegt að ífarandi vaxtareiginleikar frumulínanna aukast með minnkandi tjáningu á E-cadheríni (mynd 4) (21). I stuttu máli þá eykst myndun meinvarpa með minni tjáningu á E-cadheríni (11). Við rannsóknir á raunverulegum æxlum er þetta ekki svona ljóst. Tjáning E-cadheríns hefur verið skoðuð ííjöldaillkynjaæxlaí mönnum. Þeirraámeðal eru illkynja æxli í maga, blöðruhálskirtli, innri kynfærum kvenna, brjóstum (mynd 5 A-D) og vélinda. E-cadheríntjáningin ermismunandi eftiræxlisgerðum og einnig innan sama æxlis (mynd 5A-D) og má skipta tjáningunni í eftirfarandi flokka (14): I) Æxlisfrumurnar sýna allar mikla E-cadherín tjáningu. II) E-cadherín tjáning er minnkuð á staðbundnum svæðum œxlisins. III) Æxlisfrumurnar sýna allar litla E- cadherín tjáningu. IV) Engin E-cadherín tjáning ersýnileg í öllu œxlinu. V) E-cadherín tjáning tilstaðar en frumubreiður myndast ekki (frumusamloðun ekki til staðar). Almennt þá virðast vera einhver tengsl milli E- cadherín tjáningar og myndun meinvarpa í illkynja æxlum í mönnum, líkt því sem sést í frumulínum, en eins og sést hér að ofan þá getur tjáningin vissulega verið mjög mismunandi. Þess ber þó að geta að meirihluti illkynjaæxla í mönnum erí flokki I-III að ofan (14). Verður nú fjallað um þessaþrjá flokka og þær ástæður sem liggja hugsanlega að balci þessari mismunandi tjáningu. 1. Æxlisfrumur sýna allar mikla E-cadherín tjáningu Sem dæmi um þau illkynja æxli í mönnum sem viðhalda E-cadherín tjáningu má nefna: A) Magakrabbamein (gastric carcinoma): Nýlega voru rannsökuð 37 illa þroskuð magakrabbameinsæxli (undifferentiated adenocarcinoma) og kom í ljós að 76% þeirra tjáðu eðlilegt magn E-cadherína (25). Að auki var undirflokkur þessara illa þroskuðu krabbameinsfruma, sem kallast “scattered type adenocarcinoma”, sérstaklega skoðaður. Þrátt fyrir það að frumurþessaundirflokkssýni engasamloðun sín ámilli, tjá 68%tilfellaeðlilegtmagnE-cadherína. B) Infiltrating ductal carcinoma í brjóstum: Þrjár nýlegar rannsóknir á brjóstakrabbameini hafa sýnt að eðlileg E-cadherín tjáning er til staðar i u.þ.b. helmingi tilfella af infíltrating ductal carcinoma í brjóstum. Þó sýndu báðar þessar rannsóknir marktæk tengsl milli E-cadherín tjáningar og þroskunarstigs frumanna. Með öðrum orðum þá var marktækt minni tjáning á E-cadheríni hjá illa þroskuðum frumum heldur en hjá vel þroskuðum frumum (26, 27, 28). Þessar rannsóknir hafa afsannað þá kenningu sem áður var í gildi að illa þroskaðar frumur tjá lítið E-cadherín og öfugt. Þær illkynja frumur sem hér um ræðir sýna eðlilega E-cadherín tjáningu þrátt fyrir litla samloóun sín á milli. Ekki er vitað með 28 LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.