Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 42

Læknaneminn - 01.04.1994, Blaðsíða 42
létta verknum. Kínverjar notuðu einnig matarkúra, nudd og ilmmeðferð í sama skyni. Egiftar trúðu því að verkir kæmu að handan, frá framliðnum sálum sem brygðu sér inn í kropp hins sjúka í skjóli nætur gegnum nasir eða eyru. Þess vegna var reynt að losna við andana með uppköstum, þvaglátum, hnerrum eða gegnum svita. Önnur aðferð egifsk var að sækja hrökkfísk úr ánni Níl og skella á meiðsl. Þarna er komin frumstæð raförvunarmeðferð1. Hún er nú er notuð og virðist auka endorfínlosun í bakhomi mænunnar með því að koma af stað boðum eftir snerti- og þrýstitaugum. Eftir þessum taugum berast svo hömlunarboð sem miða að því að loka verkjaportum en það leiðir svo til þess að verkjaboð eiga ógreiðari aðgang að brautum til heilans. Um 250 árum fyrir Krist höfðu Grikkir komist að þeirri niðurstöðu að til væru a.m.k. tvenns konar taugar, hreyfítaugar og skyntaugar, jafnframt því að sýna fram á að heilinn er hluti taugakerfisins. Samt heldur William Harvey því fram 1628 að allar tilfinningar, og þar með kvöl, séu frá hjartanu runnar og berist með æðunum. Þessi kenning Harveys verður sem skratti úr sauðarlegg þegar haft er í huga að bæði Galenos (131 -201 e. Kr.) og Paracelsus2 3 (1493-1541) héldu vinnu Grikkjanna áfram. Galenos með því að skýra enn frekar lífeðlisfræði taugakerfísins, líffræði höfuð-, mænu- og ósjálfráðra tauga og koma með þá kenningu að heilinn væri miðstöð skyns og tilfmninga. Frá Paracelsus er fram komin hin klassíska kenning umtengsl verkjaviðbólgu (calor, rubor, dolor, tumor, functio laesáý. Um langan aldur hafa menn reynt að stemma stigu við verkjum með jurtum eðajurtasoði. Þannig notuðu Babyloníumenn jurtaseyði gegn verkjum um 2250 f. Kr. og vitað er að Egiftar notuðu ópíumvalmúann í sama tilgangi um 1550 f. Kr.. A tímum Hómers voru menn farnir að nota vín til verkjadeyfinga og reyndar allar götur síðan! Kínverjar hafa árþúsundum saman notað jurtir sem verkjalyf og lengi ópíumvalmúann en einnig unnið úr honum ópíum. Nútímaverkjameðferð byggir mjög á þessu sama, nefnilega að nota veik og sterk morfín4 á réttan hátt. Vestræn menning var í þessum efnum lengi aftarlega á merinni. I byrjun nítjándu aldar tekst fyrst að einangra morfín úr ópíum og um miðja öldina sýnir Bandaríkjamaðurinn William Morton fram á að nota má etra sem svæfingarlyf. I lok aldarinnar kemur svo Aspirín®5 (acetýlsalicýlsýra) fram. Sálarffæðilegar aðferðirhafa lengi verið tíðkaðar en oft undir merkjum trúar. “Frumstæðar” þjóðir líta oft á óþol gegn verkjum sem persónuleikagalla og ekki þarf að fara djúpt í íslensku þjóðarsálina til þess að finnasvipað: “Berðuharmþinníhljóði,sveinstauli!”, “iss, ferðu að grenja!” Eins og að framan greinir, hafa ýmsar aðferðir verið notaðar í gegnum aldimar ti 1 þess að beina huga sjúklings frá verkjum. Söngvar, síbyljubænir og þulur fyrri tíma eru því ekki eins frábrugðnar nútímaslökunaraðferðum og ætla mætti! Það er ekki fyrr en um miðja tuttugustu öld, eftir að bandaríski svæfingarlæknirinn John Bonica setur á stofn fyrstu verkjamóttökuna, að farið er að líta á verkjameðferð sem sérgrein. 1 kjölfar þessa fara að skjóta upp kollinum þverfaglegir hópar sem hafa að markmiði að grípa á verkjavandamálum frá sem flestum hliðum. A Islandi hafa menn frá aldaöðli notað fyrst og fremst tvenns konar "meðul" gegn verkjum, annars vegar j urtir eins og seyði af túnfífl um, burnirót og/eða vallhumli og hins vegar áfengi. Læknar hafa þó lengi haft ópíumdropa (tinctura opii) og a.m.k. síðustu 1 E.: TENS = transcutanous electric nerve stimulation. 2Eitthvað hefur strákurverið óöruggur um sjálfan sigþvíhann linnti ekki látum fyrren hann hét Aureolus Theophrastus Bombastus von Hohenheim. Seinna á ævinni styttistþetta í Paracelsus og vildi karl meðþví segja að hann væri minnsta kosti jafn klár og Celsus sem varfrœgur lœknir í Róm á fyrstu öld eftir Krist ! 3Þýðing œtluð ómenntuðum: hiti, roði, verkur, þroti ogþrekleysi. 41grískrigoðafrœði erMorpheus (Mopnr\eo<j) sonursvefnguðsins Somnusar (Zopvoa). Igoðsögninnisendir Somnus sonsinn á hjóðlausum vœngumgegnum myrkrið að rúmiHalcyon (HaXxyov), eklcju CeyuxarÞessalóníukonungs. Halcyon trúirþvíekki að Ceyux (Xsxgv^)hafi drukknaðfyrr en Morpheus, sem getur brugðið sér íallra kvikinda líki, birtist henni ísvefninum sem Ceyux dáinn. Það erþess vegna engin tilviljun að svefnlyfheitir Halcion® (triazolamum) oger aukþess þekkt að því að valda rugli! 5Aspirin er fyrsta sérnafn acetýlsalicýlsýru. Það er dregið afþýska orðinu Spirsaure, en sýran sú er unnin úr jurtinni Spirea ulmaria. Aspirin hefur sem sagt ekkert með latnesku sögnina aspirare (=að anda, draga að sér) að gera! 36 LÆKNANEMINN I 1994 47. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.