Læknaneminn - 01.04.1994, Side 45

Læknaneminn - 01.04.1994, Side 45
NOKKURORÐ UM EÐLI VERKJA(18) Verkjum má skipta í tvo meginflokka: bráðaverki og langvinna verki. Bráðaverkir eru brúkunarverkir' sem stafa af skyndilegu eða stöðugu áreiti sífellt nýrra verkjaviðtækja og gefa til kynna yfírvofandi eða raunverulegar vefjaskemmdir og hafa þann tilgang að valda viðbrögðum sem miða að því koma í veg fyrir eða lágmarka skemmdina. Langvinna verki má einnig flokka í tvennt í fyrsta lagi langvinna verki í kjölfar góðkynja sjúkdóma og í öðru lagi langvinna verki í kjölfar illkynja sjúkdóma. Langvinnir verkir eru hins vegar gagnslausir og mannskemmandi vegna þess að þeir breyta engu um gang sjúkdóms eða meiðsla en geta hins vegar skemmt og truflað á margan hátt sálarlíf, líkama, mannleg samskipti og fjárhag þess sem verkinn ber. Slíkir verkir koma að jafnaði hægt, versna vikum og mánuðum saman og hafa í för með sér verulega og stundum ríkjandi sálarlega, andlega og félagslega þætti. Þegar um langvinna verki af völdum góðkynja sjúkdóma er að ræða, hjaðna þeir oft ekki eðlilega um leið og orsakavaldur minnkar eða hverfur (þ.e.a.s. sjúklingur "læknast"). Auk þess er þáttur sálarinnar í slíkum verkjum oft mun erfíðari viðureignar þó hann geti einnig verið þungur hjá sjúklingum með illkynja sjúkdóma. Langvinnir krabbameinsverkir (t.d. í kjölfar ífarandi æxlisvaxtar) eru að talsverðum hluta tengdir áreiti verkjavaka og einmitt þess vegna koma bráðaverkir oft ofan í langvinna verki þessara sjúklinga. Þessi grein fjallar fyrst og fremst um langvinna verki í kjölfar illkynja sjúkdóma. Sársauka er lýst á ýmsan hátt og eru í íslenskri tungu fjöldi orða yfír hann. Þessi orðgnótt flækir málið og gerir meðferðarmönnum erfítt fyrir h vað samanburð varðarþvítveireinstaklingarnotasjaldan nákvæmlega sömu orðin þegar verkjum er lýst, hvað þá að þeir skilji orðin á sama hátt! Erlendis hefur verið reynt að staðla þessa orðnotkun klínískt með því að gera sérstaka spumingalista en nokkrir þeirra hafa verið þýddir og staðfærðir á íslensku. Dæmi um lista er McGill- spurningalistinn (19). Eins og að ofan greinir þá getur verið erfítt að skilgreina verk af orðfærinu einu saman. Þó eru ákveðnirsameiginlegirþættir. Þan n ig kcm mstingandi verkur aðjafnaði snöggt, ervel afmarkaður og sveiflast. Einstaklingum finnst stundum þessi verkur vera í húðinni og þá er oft um taugaverk að ræða. Sé verkurinn "innvortis" þá getur verið um innri skemmd að ræða, til dæmis í kjölfar samgróninga o.s.frv. Takverkurer hins vegar oftast viðloðandi, getur breytst við öndun, kemur stundum í kjölfar stingandi verkjar og fínnst bæði í húð og i djúpinu (“innvortisverkur”). Hann er oft dreifður og stöðugur og em langvinnir verkir í kjölfar krabbameina oftast þessarar tegundar. Fer þó eftir staðsetningu hvemig honum er lýst. Ef um beinverk er að ræða er sígilt að lýsa honum eins og viðloðandi tannverk! Brunaverkur ber vott um taugaskemmdogeraðjafnaði bundinnviðsamsvarandi skynsvæði húðtaugar eða bröndu (e.:dermatome). Kveisuverkir/hríðarverkir, svo sem nýrna- og gallsteinaverkir og fæðingarhríðir og ristilkrampar eru sérstakir verkir og ekki sérlega áberandi meðal verkja af völdum krabbameina, nema þegar um er að ræða þrengsli eða lokun garna, þvagrásar, þvagleiðara eða annarra ganga. Hins vegar er mikilvægt að greina þá skjótt því þetta em að jafnaði mjög slæmir verkir en hins vegar oftast vel næmir fyrir salílyfjum eins og indómetasíni og diklófenac. Hvernig berast verkjaboð til heilans og hvað verðurumþauþar (20)? Lífverurhafaalmenntþróað verkjaskyn og verkjadeyfíngarkerfí. Maðurinn er engin undantekning frá þessu þótt hann ráði af lífeðlisfræðilegum ástæðum ver við langvinna verki en margar aðrar dýrategundir. Ekki er ljóst af hverju þetta er en a.m.k. tveimur kenningum hefur verið haldið á lofti. I fyrsta lagi komi framsýni mannsins og innsæi oft honum illa þegar um langvinna verki er að ræða, hann óttist* 2 framtíðina sem beri með sér frekari verki! Það er nefnilega auðveldara að þola verki ef maður veit að þeim mun brátt linna. I öðra lagi hefur því verið haldið fram að verkjahliðskerfí mannsins sé ekki eins virkt og hjá mörgum öðrum dýrategundum. Og það hefur stundum verið sagt að greind mannsins 'Með brúkunarverkjum er átt við verki semþjóna lífeðlisfrœðilegum tilgangiþannig aðþeir leiðaþegar ístað til viðbragða sem miða aðþvi að minnka eðakoma í vegfyrir vefjaskemmd. Andstœttþessum verkjum eru langvinnir verkir semþjóna engum slíkum tilgangi og eru í raun gagnslausir! 2 Ottinn býr í lobus frontalis! LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg. 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.