Læknaneminn - 01.04.1994, Page 56

Læknaneminn - 01.04.1994, Page 56
upplýsinpar varðarl Mín reynsla er sú að langflestir vilji fá glögga yfirsýn yfír sjúkdóm og horfur svo og lyíjaverkun og aukaverkanir en slíkar útskýringar geta tekið langan tíma. Víktu þér ekki undan erfíðum spurningum því það brýtur niður traust. Og hikaðu ekki við að segja "ég veit ekki" ef þér er ekki svarið ljóst. Tjáðu þig á einföldu, Ijósu máli, með myndum eða teikningum ef með þarf, og spurðu sjúklinginn hvort hann hafí skilið eða vilji spyrja meira. Og bíddu eftir svarinu! Reyndu að forðast að gefa í skyn á óbeinan hátt að þú sért að flýta þér (t.d. með því að standa upp, halda í hurðarhúninn, dútla í pappírum eða svara í símann) en komdu hreinskilnislega fram þegar í upphafí samtals ef svo er og segðu: "Ég hef því miður lítinn tima nú sem stendur en ég skal koma til þín aftur og þá getum við talað saman í ró og næði." Bentu sjúklingum á að skrifa spurningar niður á blað og hafa með sér náinn vandamann í næsta samtal ef hann kýs. Ef sjúklingur er á sjúkradeild þá er mikilvægt að hjúkrunarfræðingur sé með í lykilsamtölum, þ.e. samtölum þar sem mikilvægar upplýsingar eru veittar, svo fremi sjúklingurinn kjósi ekki sjálfur að sitja einn með lækninum. Svaraðu aldrei spurningum um horfur með því að nefna tíma. Læknar eru afleitir í því að giska á lífslíkur auk þess sem það er mannskemmandi hroki að gera slíkt, enda reynist þannig svar að j afnaði sjúkl ingum og ættingj um afleitt veganesti í þeirri baráttu sem framundan er. Gott er að gera sér kompu með æða- og taugasvæðum svo og lista yfír helstu verkjasamkenni sem í kjölfar krabbameina geta komið. Gefa skal sérstakan gaum að útbreiðslu á höfði og hálsi en þar er einna erfiðast að greina staðsetningu meinsemda sem verkjum valda. Slík kompa ætti einnig að hafa að geyma helstu lyf og skammta, aðferðir svo og aðrar áminningar. UM NOTKUN VERKJALYFJA Meðan skj ólstæðingurinn getur kyngt er taka ly fj a um munn alltaf æskilegust. Ef hún er ekki fær þá er endagömin (dausinn) hendinni næst, enda frásogast mikilvægustu verkjalyf og þar með morfinlyf nægilega vel gegnum slímhúð endaþarmsins (26, 27)1. Lyfá að gefa reglulega og samkvæmt skrá á föstum tímum til þess að halda þéttninni í sermi stöðugri fyrir ofan verkjaþröskuldinn. Enn fremur er mikilvægt að fara eftir verkjastiganum(28) og færa sig upp stigannefverkurinn helduráfram eða versnar en tii hliðar (þ.e.a.s. skipta um lyf sömu grunntegundar) ef óþolandi aukaverkanir koma í ljós. Verkjalyf eru oft flokkuð í tvo meginflokka, annars vegar lyf sem verka fyrst og fremst utan miðtaugakerfis og þá sem hvatablokkarar á myndun prostaglandína (dæmi: bólgueyðandi gigtarlyf/salílyf) (sjátöflu 11) og hins vegar lyf sem verka á miðtaugakerfið (dæmi: veik og sterk morfínlyf (sjá töflu 15)). Með því að nota báða verkjalyijaflokkana samtímis er unnt að nálgast verkinn á tvo vegu, enda er full ástæða til þess að halda áfram notkun salílyfja/bólgueyðandi gigtarlyfja (BEYGL)1 2 þegar sjúklingar eru settir á morfínlyf ef/þegar í Ijós kemur að gigtarlyfin nægja ekki ein sér (t.d. naproxen 500 mg x 2 + kodein 25- 60 mg x 4-6 eða blandformið3 Parkodin forte@ 30/500 2 x 4-6)4. 1 Þannig má setja morfínforðatöflur (t.d. Contalgin®) í endaþarm ef sjúklingur getur ekki tekið lyf um munn, til dœmis vegna timabundinna uppkasta, en einnigefsjúklingurerof veikburða tilþess að taka lyf um munn ("terminalsjúklingar"). Erþá notaður sami morfínskammtur og áður. 2 BEYGL (bólgueyðandi gigtarlyf) tilraun til þess að þýða engilsaxnesku skammstöfunina NSAID (non-steroid antiinflammatory drug) ogskautfyrrverandi lœknanemiþessu að mérfyrir nokkru. PrófessorÞorkellJóhannesson notar orðið salílyf. 3Almennt eru blandform lyfja afhinu illa. Þannig hefur t.d. lyfið Dolvipar® að geyma kódein 10 mg, parasetamól 400 mg, koffein 50 mg ogfenobarbital 25 mg. Það ersöksér með kódeín ogparasetamólþvíverkunartímiþeirra er svipaður eða 4-5 klst (sbr. Panocod®/Parkodin forte®) . Barbitúratið hefur hins vegar miklu lengri helmingunartíma ogsafnast þvífyrir oggetur valdið verulegum aukaverkunumþegarlyfið ergefið í venjulegum skömmtum,þ.e. 1-2 töflurx4-6. Auk þesser 10-20mgafkódeín mjöglítillskammtur, venjulegurskammtur er50-60mg. Ogkoffeíngegnirvafasömu hlutverki í verkjameðferð! Það erþví betra að jafnaði að velja hvert lyffyrir sig og gefa í nœgilegum skömmtum en reiða sig á of- eðavanskammta blandformanna! 4Unnt er að fá Panocod klysma® til að gefa í endaþarm ef efri munni garnarinnar er ekki fær af einhverjum ástœðum. Þetta lyfjaform er enn sem stendur undanþágulyf. 50 LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.