Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1994, Page 131

Læknaneminn - 01.04.1994, Page 131
skorti ADA. Af þessum sökum var ADA skortur valin sem fyrsti sjúkdómurinn til genalækninga (5). Arangrinum af fyrstu tilrauninni er lýst framar í textanum. Arfbundin hækkun á kólesteróli (familial hypercholesterolemia) er einn þeirra sjúkdóma þar sem tilraunir til genalækninga í mönnum hafa þegar byrjað. Sjúkdómurinn þótti henta vel sem einn af fyrstu sjúkdómunum til genalækninga. Astæðurnar voru nokkrar: 1) genagallinn var vel þekktur, 2) lifrarígræðsla hefur gefíð góða raun í arfhreinum sjúklingum, 3) arfhreinir einstaklingar læknast lítið afhefðbundinni kólesteróllækkandi meðferð og deyja á unga aldri, 4) samanburður á arfgerðum og svipgerðum bendir til þess að lítið magn þurfi af LDL viðtökum til að fá einhvem bata, 5) til er gott dýramódel fyrir forrannsóknir (Watanabe kanínur) (25). Þegar hafa verið gerðar ítarlegar dýratilraunir og hófust tilraunir á mönnum fyrir skömmu. Var þá hluti af lifur sjúklings skorinn burtu og meðhöndlaður með collagenasa til að losa sundur lifrarfrumurnar. Þær voru því næst meðhöndlaðar með retroveirum sem innihéldu eðlilegt LDL viðtaka gen. Genabreyttum frumunum var að lokum skilað til einstaklingsins um porta æðina. Árangur þessarar tilraunar liggur enn ekki fyrir (25). Fjölgena sjúkdómar Krabbamein. Síðasta áratuginn hafa greinst gen sem tengjast myndun krabbameins. Um er ræða gen sem hafa áhrif á frumuhringinn, stjórna skiptingu frumanna og þroska þeirra. Nú þegar em þekkt nokkur æxlisgen (proto-oncogen) og æxlisbæligen, sem tengjast sterklega myndun krabbameins. Stökkbreyting í þessum genum veldur krabbameini. Sjaldnast er um aðeins eina stökkbreytingu að ræða sem veldur krabbameinsmynd, heldur röð margra stökkbreytinga. Vonir eru bundnar við að hægt sé að flytja heilbrigð gen í krabbameinsfrumur og þannig koma í veg fyrir áframhaldandi skiptingu og fjölgun krabbameinsfruma. Þegar hafa verið gerðar nokkrar tilraunir með æxlisbæligenin, p53, NFl og retínóblastómagenið (26). Þekkterað ÍT-eitilfrumu hvítblæðitapafrumumarstundump53 geninu. Tilraun hefur verið gerð þar sem p53 gen var sett í þessa tegund frumna og við það glötuðu æxlisfrumurnar hæfileika sínum til að skiptast ört í frumurækt (27). Siðasta áratuginn hefur vaxið skilningur á þætti ónæmiskerfisins í hörnlun á æxlisvexti og hafa fyrstu tilraunirtil genalækningaeinkumbeinst að aðferðum tengdum ónæmismyndun. Þekktir eru nokkrir frumuvakar, eins og tumor necrosis factor (TNF), interleukin-2 (IL-2), interleukin-4 (IL-4) og fleiri sem hafa áhrif á æxlisvöxt. Reynt hefur verið að bæta við genum fyrir ýmsa frumuvaka í æxlisfrumur og hefur það haft áhrif á æxlisvöxt (26). I einni dýratilraun þar sem IL-4 framleiðandi gen var sett í nýrnæxlisfrumur dró úr vexti æxlisins (28). Einnig eru þekktar nokkrar tegundir fruma, æxlisífarandi eitilfrumur (tumor infiltrating lymphocytes, TIL), náttúrulegardrápsfrumur(natural killer cells (NK)) og frumudrepandi T frumur (cytotoxic T cells) sem hafa allar einhver áhrif á æxlisvöxt. Fyrsta tilraunin til genalækninga á krabbameini í mönnum var gerð í beinu framhaldi af rannsókn Rosenbergs og félaga við genamerkingar á TIL frumum. Settu þeir TNF framleiðandi gen í TIL frumur úr sortuæxli. Ekki liggja ennþá fyrir niðurstöður en vitað er að TNF hefur víðtæk áhrif á líkamstarfsemina og höfðu sumir áhyggjur af miklum aukaverkunum af meðferðinni, ef mikil framleiðsla yrði á TNF utan við æxlið (5). Æxlisfrumur tjá mismunandi prótein á frumuhimnu sinni og gætu þau tengst ónæmisræsingu. Bundnar eru vonir við að gera megi ónæmissvar sterkara, ef hægt yrði að framkalla tjáningu á human major histocompatibility complex próteini class I á æxlisfrumum (26). Fyrir um ári síðan birtist athyglisverð grein í Science (29) þar sem glioma æxli í heila á rottu var meðhöndlað með því að setja herpes simplex thýmidíne kínasa framleiðandi gen í æxlisfrumurnar. Ensímið, thýmidíne kínasi veldur ummyndun á lyfinu gancýklóvír í frumudrepandi niðurbrotsefni. Rottunum var gefíð gancýklóvír og við það hvarf æxlið algjörlega. Bundnar eru vonir við að hægt verði að nota svipaða aðferð á heilaæxli í mönnum (30). Kransæðastífla. Rannsóknir eru ekki langt á veg komnar (31). Fyrir tveimur árum birtist rannsókn þar sem framleiddar voru transgenic mýs með háa þéttni af apólípópróteini AI. Fengu þær mun minni æðakölkun ensamanburðannýsþegarþærvorufæddar á atherogen fæði (32). Mýs hafa þó ekki verið talin LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg. 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.