Læknaneminn - 01.04.1994, Page 133

Læknaneminn - 01.04.1994, Page 133
að vega og meta ávinninginn af notkun nýrrar aðferðar á móti mögulegum hættum (40). Genaferjurnar geta til dæmis orðið fyrir stökkbreytingum og farið að Qölga sér. Við það gæti sjúklingurinn orðið smitandi og alveg ný tegund veirusjúkdóma komið upp. Annar möguleiki er sá að við genalækningarnar setjist nýja genið í kímfrumur einstaklingsins og hafi áhrif á afkomendur hans. Gæti það síðan haft áhrif á erfðir komandi kynslóða. Loks ber að nefna möguleikann á krabbameinsmyndun, en það er vel þekkt að retrove irur geta valdið eitilfrumuæxlum og í tilraunadýrum þar sem genaferjan hefur farið að fjölga sér af sjálfsdáðum hafa fundist eitilfrumuæxli (8). Með þeim aðferðum sem notaðar eru í dag eru hverfandi líkur á að ofangreindar hættur verði að raunveruleika. Eftirlitsnefndir hafa verið stofnaðar til þess að koma í veg fyrir þessar og aðrar hættur (3, 5, 24). Oftast fara fleiri en ein nefnd yfir öryggis og siðferðismál við hverja rannsókn. I Bandaríkjunum eru eftirlitsnefndir innan hverrar stofnunnar og svo aðrar fyrir landið allt. Höfuðnefndin er Recombinant DNA Advisory Committee (RAC) og veitir hún National Institute of Health (NIH) ráðgjöf en NIH hefur lokaorðið um hvort einstakar tilraunir til genalækningar séu leyfðar. Sem dæmi um hversu erfitt það getur reynst að fá leyfí, þá þurfti umsókn Rosenbergs og félaga árið 1989 að fara 15 sinnum í gegnum eftirlitsnefndir áður en hún var samþykkt. Enn sem komið er hafa enginn óhöpp komið upp í tilraunum á mönnum, en yfir 100 einstaklingar hafa undirgengist tilraun til genalækninga. LOKAORÐ Með tilkomu genalækninga hafa læknavísindin öðlast nýjan brand í baráttunni við sjúkdóma. Þessi nýja aðferð til lækninga þarfnast mikillar kunnáttu á sviði frumulíffræði, ásamt því að hún er tímafrek og dýr. Ennþá eru mörg ljón í veginum og vantar mikið upp á til þess að genalækningar geti náð almennri útbreiðslu. Stjómun á tjáningu gena er enn ekki vel þekkt, en með betri skilningi á því sviði má búast við framþróun í genalækningum. Framfarir á sviði frumulíffræðinnar munu einkum stjórna vexti genalækninga. Árið 1990 fékkst aðeins leyfi fyrir einni klínískri rannsókn, árið 1993 voru leyfðar á sjötta tug rannsókna í Bandaríkjunum og tengdust flestar þeirra meðferð á krabbameini. Aðrar þjóðir eru einnig byrjaðar á klínískum rannsóknum m. a. Bretar, Italir, Frakkar, Þjóðverjar, HollendingarogKínverjar. Fyrstu skrefin til genalækninga eru stigin og framtíðin bíður. 0 Þakkir. Jóhannesi Kára Kristinssyni lækni og Rósu B. Barkardóttur líffræðingi eru færðar bestu þakkir fyrir gagnlegar ábendingar og yfirlestur handrits. Sérstakar þakkir fær Stefán Karlsson læknir, sem starfar við rannsóknir á genalækningum við NIH, Bethesda, USA fyrir yfirlestur handrits. HEIMILDIR 1. Friedmann T, Roblin R. Gene therapy for human genetic disease? Science 1972; 175: 949-55. 2. Graham FL, Van der Eb AJ. A new technique for the assay of infectivitiy of human adenovirus 5 DNA. Virology 1973; 52: 456-67. 3. Larrick JW, Burk KL. Gene therapy, application of molecular biology. EIsevierl991, New York, NY, USA. 4. Rosenberg SA, Aebersold P, Cometta K et al. Gene transfer into humans—immunotherapy of patients with advanced melanoma, using tumor-infiltrating lymphocytes modified by retroviral gene transduction. N Engl J Med 1990; 323: 570-8. 5. Anderson WF. Human gene therapy. Science 1992; 256: 808-13. 6. Hoeben RC, Valerio D, Van der Eb AJ et al. Gene therapy for human inherited disorders: techniques and status. Crit Rev Oncol Hematol 1992; 13: 33-54. 7. Miller AD. Retroviral vectors. Curr Top Microb Immunol 1992; 158: 1-24. 8. Donahue RE, Kessler SW, Bodine D et al. Helper vims induced T cell lymphoma in nonhuman primates after retroviral mediated gene transfer. J Exp Med 1992; 176: 1125-35. 9. Graham FL, Prevec L. Manipulation of adenovirus vectors. In: Murray EJ, eds. Methods in molecular biology: gene transfer and expression protocols. Clinton NJ: The Human Press Inc; 1991:109-28. 10. Rosenfeld MA, Yoshimura K, Trapnell BC et al. In vivo transfer of the human cystic fibrosis transmembrane conductance regulator gene to the airway epithelium. Cell 1992; 68: 143-55. 11. Samulski RJ, Zhu X, Xiao X et al. Targeted integration of adeno-associated virus (AAV) into human chromosome 19. EMBO J 1991; 10: 3941-50. LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg. 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.