Læknaneminn - 01.04.1994, Side 144

Læknaneminn - 01.04.1994, Side 144
að gefa 300-500 ml af vökva í æð (bolus), nema greinileg einkenni séu um lungnabjúg. Efvökvagjöf dugir ekki, má nota dópamín í miðlungsskömmtum (5-10 míkróg./kg/mín.) til að bæta samdráttarhæfni hjartavöðvans, eða í háum skömmtum (yfir 10 míkróg./ kg/mín.) til að draga saman æðar. Einnig má nota dóbútamín til hins fyrmefnda eða noradrenalín til hins síðarnefnda. Rænuleysi Eitrun er aðeins eitt af mörgu, sem valdið getur meðvitundarleysi. Mikilvægt er því að hafa í huga alla möguleika á aðgreiningu (differential diagnosis) hjá sjúklingi með slævðameðvitund. Til dæmis getur sami sjúklingur bæði hafa orðið fyrir höfuðáverka og eitrun og eretanól algengasti sökudólgurinn. Súrefni er sjálfsagt að gefa rænulitlum sjúklingum eins og áður vargetið um. Lækkun á blóðsykri er algengt vandamál hjá sykursjúkum. Hægt er að greina þetta með einföldu ræmuprófí (stix) á blóðdropa úr sjúklingnum. Þess ber að minnast, að þessi aðferð er ekki fyllilega áreiðanleg við mj ög hátt eða mj ög lágt blóðsykursgildi. Yfirleitt fæst góð svörun með því að gefa 50% glúkósa í æð. Hafi einhvertekið ofstóran skammt af langvirku lyfi, sem lækkar blóðsykur, getur þurft að leggja sjúklinginn inn og halda áfram að gefa sykur í æð um nokkurn tíma. Ef grunur vaknar um langvinnam isnotkun áfengis, er sjálfsagt að gefa 100 mg af þíamíni í æð til að vinna gegn heilameini (encephalopathiu) Wernickes. Ráðlegt er að gefa þíamín á undan glúkósa í slíkum tilfellum. A móti of stórum skammti af morfíni eða skyldum lyfjum, þarf að gefa allt að 2 mg (0,03 mg/ kg) af naloxóni í æð. Við eitranir af völdum kódeins, própoxýfens, dífenoxýlats (Lomotil®) ogpentasósíns getur þurft enn hærri skammt af naloxóni. Ef ekki reynist unnt að koma nál í æð, má gefa skammt af lyfinu í barkaslöngu í fyrstu atrennu. Naloxón vinnur einkum gegn slævandi áhrifum ópíumlíkra lyfja á meðvitund og öndun en má sín lítils gegn blóðþrýstingsfalli. Einnig getur naloxón valdið verulegri vanliðan hjá misnotendum þessara lyfja og eru þeir þá illir viðureignar, er þeir vakna úr vímunni og kunna lækni sinum litlar þakkir fyrir greiðann. Naloxón er skammvirkt og þarf því að fylgj ast vel með ástandi sjúklingsins, jafnvel þótt upphafleg svörun við lyfinu hafi verið góð. Sama á við um flúmaseníl sem mótefni við bensódíasepíneitrun. Krantpi Erfitt getur reynst að vinna bug á kranrpaflogum við alvarlegar eitranir. Yfirleitt er beitt sams konar meðferð og við krampaflog af öðruin orsökum. Díasepam er að jafnaði fyrsta lyf, sem gefið er en því fylgt eftir með fenýtóíni eða fenóbarbítali, ef þarf. Stundum reynist nauðsynlegt að svæfa sjúklinginn alveg með barbítúrötum og vöðvalamandi lyíjunr. Sjaldan er um sértæka meðferð að ræða en við ísóníasíðeitrun, sem getur valdið svæsnum krampa, er pýridoxín rétta mótefnið. Þá erreynt að áætla, hversu stóran skammt sjúklingurinn hefur tekið af lyfinu og gefinn jafnstór skanrmtur af mótefninu („gramnr fyrir gramm“). GREINING Sjúkrasaga er besta tækið til greiningar í eitrunartilfellum. Með skoðun má til viðbótar bera kennsl á viss eitrunareinkenni (toxic syndromes) og greina lífshættuleg vandamál. Aðrar rannsóknir gegna yfirleitt veigaminna hlutverki við upphaf bráðameðferðar en síðar má hafa stuðning af sumunr þeirra. Sjúkrasaga Ef sjúklingur er með rænu, getur hann oft gefið fullnægjandi upplýsingar sjálfur. Flestir, sem verður það á í stundaræði að byrla sjálfum sér ólyljan, eru fljótir að iðrast gerða sinna og eru þá oftast samvinnuþýðir. Þó getur sjúkingurinn verið óáreiðanlegur, þegar um viljandi inntöku er að ræða og sjálfsvígshætta vofir yfir (3,4). Einnig eru sumir ódælirvegna áhrifa lyija eðavímuefna. Þegarfrásögn sjúklingsins er ófullnægjandi eða tortryggileg, þarf að leita til ættingja eða annarra heimildarmanna. Glöggir sjúkraflutningamenn geta oft veitt mikilsverðar upplýsingar um lyf, sem fundist hafa á heimilum sjúklinga. Lögreglumenn hafa oft vitneskju umkringumstæðurogaðstandendur. Allarupplýsingar um heilsufar, lyfjanotkun eða ofnæmi geta komið sér vel. Þegar einhver hefur tekið inn lyf eða eitruð efni, skiptir máli, hvort barn eða fullorðinn á í hlut. Börn innan fimm ára aldurs láta efnin ofan í sig af óvitaskap og oftast er aðeins eitt lyfeða efni á ferðinni. Unglingar 130 LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.