Læknaneminn - 01.04.1994, Page 148

Læknaneminn - 01.04.1994, Page 148
þó sá, að þau teija verulega gjöf lyijakola og í raun og veru kemur ekki til greina að gefa uppsölulyf við inntöku efna, sem lyíjakol geta aðsogað. Þetta veldur mestu um, að víða hafa menn dregið mjög úr notkun uppsölulyija og sums staðar hefur henni verið hætt alveg (2, 7). Abendingar fyrir magaskolun Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar ti 1 að bera saman árangur af magaskolun og notkun uppsölulyija. Niðurstöóurnar hafa verið ærið mismunandi en þó virðast flestar rannsóknir sýna, að hvorug aðferðin er áreiðanleg til að tæma magann og hvorug dregur úr frásogi efna úr meltingarveginum, svo að öruggt sé í öllumtilfellum(8,9,10). Á síðasta áratug fóru menn þvi að velta fyrir sér, að ef til vill væri hvorug aðferðin sérlega góð(l 1). Einnig beindist athygli manna að þeim mörgu sjúklingum, sem voru einkennalitlir eða einkennalausir eftir inntöku lyfja eða annarra hættulegra efna. Eins og áður greinir, er þar átt við sjúklinga með eðlilega meðvitund (AMSE 7 eða hærra) og eðlileg lífsmörk (öndunartíðni 12-20, púls 60-100 og slagbilsblóðþrýsting yfir 90). Rannsóknir á fjölmennum sjúklingahópum leiddu í ljós, að óþarfi væri að gera magatæmingu á slíkum sjúklingum og fullnægjandi að gefa lyfjakol í flestum tilfellum (5, Öðru máli gegnir um sjúklinga með greinileg eitrunareinkenni (11). Enn virðast flestir sammála um, að magatæming skuli gerð hjá þeim. Þó eru sumir, sem telja ekki ávinning að magatæmingu, ef lengra er liðið frá inntöku en 1 klst. Aðrir miða við 2 klst. Sum lyf, s.s. þau, sem hafa andkólínergaverkun, geta hægt á magatæmingu og gefíð ástæðu til að rýmka þessi tímamörk í allt að 6 klst. Svipað getur átt við um forðatöflur, járn og þess háttar, þar sem seinkað er losun virkra efna. Af ástæðum, sem áður er getið, koma uppsölulyf ekki til greina hjá sjúklingum með alvarleg einkenni og er að jafnaði vænlegra að skola á þeim magann. Framkvœind magaskolunar Fyrir magaskolun þarf að tryggj a, að öndunarvegur sjúklingsins haldist opinn. Rænulitla sjúklinga með lélegt kokviðbragð er öruggast að barkaþræða. Best er að leggja sjúklinginn á vinstri hlið í höfuðsteypingu. Gróf plastslanga (32-40 F) er þrædd um munn sjúklingsins og hann látinn kyngja henni, ef hægt er. Fyrir börn verður að nota grennri slöngu (16-26F), þótt e.t.v. nái hún ekki að skila aftur eins miklu af magainnihaldi. Mikilvægara erí ílestum tilfellum að geta komið lyfjakolum ofan í sjúklinginn. Efætlunin er eingöngu að gefa lyfjakol má setja venjulega magaslöngu um nef sjúklingsins. Við sjálfa skolunina er æskilegra að nota lokað kerfi en opið. Flið fyrrnefnda erþannig saman sett, að tveir stórir plastpokar tengjast við „greinarnar“ á Y- laga leiðslukerfí en magaslangan við „legginn“ á kerfinu. Skolvökvinn er settur í annan pokann og 200-300 ml skammtur af vatni látinn renna inn (50- 100 ml af ísótónísku saltvatni hjá bömum). Síðan er klemmt fyrir aðfærsluæðina og vökvinn látinn renna út í hinnpokann. Þetta er endurtekið koll afkolli, uns afrennslið virðist tært. Ekki er vitað með vissu, hvert ætti að vera hámarksrúmmál skolvökva, sem notað er, en sumir miða við 5000 ml við magaskolun fullorðinna eða 1500mlfyrirbörn. Áðurenmagaslanganertekin, er hún síðan notuð til að gefa lyfjakol (13). I opnu kerfi er eitt opið ílát tengt við magaslönguna og er ílátið ýmist notað til að hella inn skolvökvanum eða taka við afrennslinu. Þessi aðferð er mun lakari, því að hún býður heim hættunni á, að magainnihald berist út í umhverfið og á nærstadda. Lyfjakol Lyfjakol eru í flestum tilfellum öruggari og áhrifaríkari til að draga úr frásogi efna en uppsölulyf og magaskolun (14). Kolin gagnast fyrir flest lyf og snúa við frásogi sumra lyfja með skilun eins og áður var getið. Lyfjakol geta rofið hringrás sumra lyfja milli lifrar og garna (enterohepatic circulation) og á það t.d. við um þeófýllín. Lyfjakol gagnast ekki alltaf, því að sum efni sogast ekki að þeim. Þetta á meðal annars við málma (s.s. litíum ogjárn), alkóhól, sýrur, lút, sumartegundirskordýraeiturs (pesticides) og lífrænna leysiefna (petroleum distillates). Fyrsti skammtur lyíjakola er lg/kg, yfirleitt gefíð sem dreifa (suspension) í vatnslausn. Ef sjúklingur er samvinnuþýður getur hann drukkið vökvann. Ein helsta hjáverkun lyfjakola er hægðatregða og því er heppilegt að blanda fyrsta skammtinn með hægðaörvandi lyfieinsogsorbitóli. Efsjúklingurinn kastar upp, þarf að endurtaka að minnsta kosti hálfan skammtinn. Raðskömmtun (serial administration) á við í þeim tilfellum, þegar lyf er skilið út með galli og 134 LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.