Læknaneminn - 01.04.1994, Side 151

Læknaneminn - 01.04.1994, Side 151
ÞUNGLYNDI OG ORLYNDI EFTIR HEILABLÓÐFALL Engilbert Sigurðsson1 Halldór Kolbeinsson2 INNGANGUR í HLUTFALLI VIÐ hækkandi meðalaldur hefur algengi heilablóðfalls ("stroke") farið vaxandi í Evrópu á síðustu áratugum. Bætt greining og meðferð háþrýstings, algengustu hjartsláttartruflana og helstu áhættuþátta æðakölkunar (útæða- og kransæðasjúkdóms) hefur þó leitt til lækkunar á nýgengi heilablóðfalls í flestum löndum Vestur- Evrópu á níunda áratugnum. Hið sama á þó ekki við um nokkur lönd í Mið-Evrópu né heldur um lönd Austur-Evrópu þar sem nýgengið hefur haldið áfram aðvaxa. Heilablóðfall er hér notað sem þýðing á enska orðinu "stroke", en það er skilgreint sem (skyndileg) staðbundin brottfallseinkenni vegna æðastíflu eða æðalekasemvaraí að minnstakosti 24klukkustundir. Skilgreiningin er klínísk og endurspeglar í raun margvíslega meingerð. Sambærileg einkenni geta komið fram vegna hratt vaxandi æxlis eða ígerðar í heila þótt þá sé ekki um heilablóðfall að ræða samkvæmt hefðbundinni klinískri notkun hugtaksins. Heilaæðasjúkdómar skiptast í æðastíflur, vegna segamyndunar á staðnum eða blóðreksstí flu og æðaleka sem getur verið í heilavef (starfsvefjarblæðing) eða milli heilahimna (heilamengisblæðingar: epidural blæðing, subdural blæðing, subarachnoidal blæðing). Um 80% heilablóðfalla má rekja til segamyndunar, ‘Höfundur varformaður FÚL '92-'93 og starfar nú sem deildarlœknir á geðdeild Borgarspítala. 2Höfundur ersérfrœðingur í geðlœkningum ogstarfar á geðdei/d Borgarspitala. en afganginn til heila- og heilamengisblæðinga (1). Almennt eru sjúklingar sem hafa fengið heilamengisblæðingu ekki taldir með í rannsóknum á einkennum þunglyndis og örlyndis eftir heilablóðfall, heldur er þá eingöngu vísað til sjúklinga sem hafa fengið staðbundna blæðingu eða blóðþurrð í heila. A Bretlandi hefur verið áætlað að 2 af hverjum þúsund íbúum fái heilablóðfall árlega (2), þ.e. nýgengið nemur 200/100.000/ár. A.m.k. 2 afhverjum þremur eru taldir lifa áfallið af. Árleg dánartíðni er því um 70/100.000 íbúa, en hefur farið lækkandi á síðustu árum. Algengi heilablóðfalls í Bretlandi er talið vera um 500/100.000 íbúa (0,5%) (2). Ef algengið er svipað hér á landi hafa um 1300 núlifandi íslendingar fengið heilablóðfall. Rösklega þriðjungur þeirra sem lifa af verða öðrum háðir um athafnir daglegs lífs. Rannsóknir benda til þess að 30-50% þessara einstaklinga finni fyrir þunglyndiseinkennum og a.m.k. helmingur þeirra uppfylli skilmerki djúprar geðlægðar (major depressive disorder) skv. DSM IIIR (3). Einkennin koma oftast fram á fyrstu 2 mánuðunum eftir heilablóðfallið og eru meiri og algengari en hjá sjúklingum með skerta starfsgetu af völdum annama sjúkdóma eða slysa (4). Önnur geðræn einkenni sem oft koma fram í einhverjum mæli eru skilvitlegar truflanir svo sem minnisskerðing, einkenni heilabilunar, örlyndi ("manía"),skapgerðarbreytingarogsturlunareinkenni með aðsóknarkennd og djúpstæðum persónuleikabreytingum. Þessi einkenni geta verið meira hamlandi við endurhæfmgu sjúklingsins en skert hreyfigeta, skyntruflun, taltruflun (afasia), truflun á úrvinnslu skynjunar (agnosia) eða færnisröskun (apraxia) sem hann kann að verða fyrir. LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg. 137
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.