Læknaneminn - 01.04.1994, Qupperneq 167
árs nemum lesaðstöðu á Landspítalanum, því fengu
nýbakaðir 1. ársnemaraðstöðutil lestrarí Læknagarði.
Fengist hefur vilyrði fyrir lesaðstöðu handa 6. árs
nemum á Landspítalanum á komandi vetri. Því ættu
lesstofumál að vera með viðunandi hætti á næstunni
með lesaðstöðu á fyrstu og þriðju hæð Læknagarðs og
á Landspítala. Uthlutun borða og eftirlit hefur verið
í traustum höndum lesstofustjóranna Bryndísar og
Tryggva. Eiga þau heióur skilinn fyrir gott starf.
Þrátt fyrir þetta hefur enn ekki tekist að tryggja
framtíðarlesstofu læknanemum til handa en koma
mun að því að lesstofan á fyrstu hæð Læknagarðs
verður tekin undir annað. I þessu sambandi hefur
verið rennt hýrum augum til húsnæðisins í Eirbergi
þar sem hægt væri að koma upp ágætri lesaðstöðu með
litlum tilkostnaði, þessi mál eru því miður skammt á
veg komin en fylgja þarf þeim vel eftir.
2. Illa hefur gengið að koma félagsaðstöðunni í
Læknagarði í viðunandi horf, ræður þar nokkru að
fyrir liggur að þetta er einungis tímabundin aðstaða og
því óhagkvæmt að fara út í dýrar framkvæmdir.
Stjómarfundir hafa verið haldnirþar í haust og einnig
er kominn upp vísir að fræðabúri og tölvuveri.
Mikilvægt er að komið verði upp viðunandi
félagsaðstöðu í Læknagarði hið fyrsta, enda hefur
starfsemi félagsins liðið fyriraðstöðuskortin.
3. Miklar framfarir eru í sjónmáli á aðstöðu
læknanema á Háskólasjúkrahúsinu (Landsp.), áætlað
er að þar komist í notkun ný kennslustofa, þar sem
gert er ráð fyrir stúdentum með tilheyrandi setu- og
kaffiaðstöðu!! Einnigerbyrjað að innréttatvö herbergi
í risi gamla spítalans, þar sem gert er ráð fyrir setustofu
og vinnuaðstöðu fyrir stúdenta og aðstoðarlækna. Er
hér að rætast langþráður draumur Iæknanema um
sómasamlega aðstöðu á Lsp., sem fæstir áttu von á að
rættist á þessari öld
III. 60 ÁRA AFMÆLISHÁTIÐ
FÉLAGS LÆKNANEIVIA
Haldið var upp á afmæli félagsins þann 11. mars
síðastliðinn. Reynt var að hafa hátíðina sem veglegasta.
Byrjað var á hanastéli í boði heilbrigðisráðherra þar
sem Sigrún "Diddú" Hjálmtýsdóttir skemmti með
söng og dansi. Hátíðardagskrá var svo í Perlunni um
kvöldið þar sem heiðursgestur var Bjarni Jónsson
einn af stofnendum félagsins og flutti hann fróðlegt
ávarp. Aðrirgestirvoru Sveinbjörn Björnssonrektor
H.I.,Helgi Valdimarssondeildarforseti læknadeildar,
Kristján Erlendsson kennslustjóri og Sverrir
Bergmann form. L.I. , ásamt eiginkonum sínum.
Veislustjóri var Hlynur Grímsson. Skúli, Gunnar og
Ferdinand fluttu skemmtidagskrá með sögulegu ívafí,
fluttar voru ræður og Bolli Þórsson spilaði af sinni
alkunnu snilld á þverflautu, um leið og ljúffengur
maturvar snæddur. Síðan varslegið upp balli þar sem
Bogomil Font ásamt milljónamæringunum lék fyrir
dansi. Afmælisnefnd er stóð að framkvæmd
hátíðarinnar var skipuð Ferdinand Jónssyni, Gunnari
Auðólfssyni, Bjarna Össurarsyni, Skúla T.
Gunnlaugssyni, Hlyni Níels Grímssyni, Páli
Matthíassyni og formanni F.L. Eiga þessir aðilar
mikið hrós skilið fyrir vel heppnaða hátíð sem var
félaginu til sóma.
Ljóst var að hátíðin yrði nokkuð kostnaðarsöm og
var því reynt að saína styrkjum til að hafa upp í
kostnaðinn. Safnað var styrktarlínum er birtust í
dagskrárblaði hátíðarinnar og Læknanemanum að
upphæð 280 þús krónur en ekki hefur enn tekist að
innheimta alla þessa upphæð, eru útistandandi um 70
þús. krónur, þó er enn von á að stærstur hluti þess
innheimtist.
Einnig fóru formaður og ritari á fund stjórnar L.I.
þar sem starfsemi félagsins var kynnt sem leiddi til
þess að L.I. styrkti félagið um 150 þús. krónur, er
skyldu renna til tölvukaupa. Er Læknafélaginu færðar
kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.
Helstukostnaðarliðirhátíðarinnar voruaðfengnir
skemmtikraftar ( Bogomil og Diddú), svo og
niðurgreiðsla á veisluföngum, alls um 350 þús krónur.
IV. DEILDARRÁÐ OG DEILDARFUNDIR
Deildarráð fer með framkvæmdavald
Læknadeildar og hefur í höndum sér ákvarðanavald
um flest mál deildarinnar. Deildarráð fundar á 1/2
mánaðarfresti. Fyrirhönd stúdenta siturformaðurog
ritari F.L. fundina með atkvæðisrétt. Deildarfundir
eru æðsta vald Læknadeildar og öll meiriháttar
ákvarðanataka fer þar fram. Deildarfundi sitja allir
fastráðnir kennarar deildarinnar auk 15 læknanema
(en fjöldi þeirra er ákveðið hlutfall af fjölda
deildarmanna). Alls voruhaldnir4 fundirástarfsárinu
voru ráðningar kennara deildarinnar svo og stefnan í
LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
153