Skírnir - 01.01.1859, Side 1
FRÉTTIR
FRÁ VOIiDÖQUM 1858 TIL VORDAGA 1859,
EPTIR
ARNLJÓT ÚLAFSSON.
I.
NORÐRLANDAþJÓÐlR.
Frá
D ö n u m.
SíÐAN vér léttum frásögunni í fyrra, hafa gjörzt mikilvægir við-
burðir í Danmörku. Skýhnoðri sá, er iengi hafði staðið á suðr-
lopti og sem í fyrra var orðinn að þykku skýi yfir höfðum Dana,
hefir nú sent niðr skeyti þau, er ónýtt hafa mikinn hluta af stjórn-
arskipun ríkisins. Alríkisskráin er nú eigi framar lög í Holseta-
landi og Láenborg, einn fjórðúngr ríkisins er genginn úr lögum
við hina þrjá, verk það , er svo lengi var unnið að, er nú ónýtt
að kalla. En allt hefir þó farið friðsamlega; engum hefir dottið í
hug að grípa til vopna, eðr segja konúngi upp trú og hollustu;
allt hefir gjörzt með bréfum og orðum einum. Ofriðrinn er jafnan
ófarsæll, en friðrinn er farsæll; fyrir því getum vér ætlað, að við-
burðr þessi muni bera Danaríki heillaríka ávexti, þótt mörgum
kunni að þykja hann vera aptrför. Alríkisskráin hefir alla stund
hneyxlað þjóðverja, og fyrir því hafa þeir fengið konúng sinn til
að burt sníða hana; og það er þó eigi aptrför, heidr miklu framar
einber framför. Ef og betr er að gætt, þá liggja upptökin til allrar
þeirrar deilu um stjórnarmál og stjórnarskipun og til allra þeirra
vandræða, sem nú er verið að leysa, í ófriðnum og byltíngunum
1848, er bæði gátu af sér grundvallarlög Dana með öllum gæðum
þeirra og vandkvæðum, og uppreistina í hertogadæmunum með allir
1*