Skírnir - 01.01.1864, Blaðsíða 95
Grikklaiul.
FRJETTIR.
95
skipt um suma, en formafeurinn hjelt sæti til þess að konungur kom
í land (31. okt.), en þá fór aö spekjast um og landsbúar tóku
honum meö miklum íognuÖi. Brá&um kenudi hann þó á, aí> hjer
var vandstillt til friöar og samkomulags. þjó&arþingiö haföi ályktaÖ,
aö Miaulis og ráöanautar hans, er sátu viö stjórn í enni fyrri
uppreist (voriö 1862), skyldi sviptir emhættarjetti í 10 ár. þetta
þótti konunginum illa ráÖiÖ, því auövitaö var, aö slík hefndaráö
myndi vekja meira sundurþykki í landinu. En þingiö breytti þó
engu um þetta mál. Konungur haföi kjöriö sjer þann er Bulgaris
heitir til forsætisráöherra, en þaö þótti miÖur heppilega kjöriÖ, því þó
sá maöur hafi opt veriö í ráöherrastööu og sje vel viti borinn, hefir
hann þó mest orö á sjer fyrir kapp og undirhyggju. I ráöaneytinu
fór því aö sem fyrr, aö bágt var aö skipa svo aö samþykki fengist,
og fór þar annar úr sæti er einn settist. í febrúarmánuöi varö enn
róstusamt í Aþenuborg. Einn af blaöamönnum haföi fariö óviröulega
orÖum um hirömeistara konungs, en sonur hans (hirömeistarans),
foringi í riddaraliÖinu, tók svo upp þykkjuna fyrir fööur sinn, aö hann
fór heim til blaöamannsins, jós yfir hann skemmdaroröum og veitti
honum síöan áverka í höfuÖiö meÖ sveröinu. Hinn rauk út al-
blóöugur á strætiö og kallaöi á menn sjer til bjálpar. ViÖ þetta
þyrptist fólkiÖ saman og fór æpandi aö húsi forsætisráöherrans og
baÖ hann til sjá, aö hinum seka yröi hegnt þegar. Bulgaris gat
sefaÖ fólkiö, en þar bar svo óhappalega undir, aö Sutsos (þaö var
nafn foringjans) varö fyrir mannfjöldanum, er hann sneri aptur
heimleiÖis. Foringinn dró sveröiö úr slíörum og haföi fyrir sjer.
Múgurinn æpti aö honum og atyrti hann, en þá veitti hann stúdenti
einum tilræöi. Manngrúinn brauzt nú fram og vildi taka hann höndum,
en hann keyröi hestinn sporum og komst undan til varöliÖsstofunnar.
Fólkiö þeysti nú upp aö höll konungs meö ópi og ólátum. Kouungur
leyföi þremur mönnum inngöngu, og lofaÖi aö hegning skyldi fram
koma. Sutsos var settur í varÖhald og viö þaö kyrröist uppnámiö.
— Nýlega hefir heyrzt, aö Bulgaris sje farinn frá völdum og Ka-
naris kominn í hans staö. Ætla menn þaö líkast til friðar og sátta
á Grikklandi.