Skírnir - 01.01.1864, Blaðsíða 32
32
FRJETTIK.
FrHkklnud.
fyrir þá sök ónýttar á þinginu. þingmenn eru aí) tölu 283; af
þeim Qölda drógust fram af mótstölmflokki stjórnarinnar rúmlega 20.
En mebal þessara manna eru orblög&ustu málsnillingar og stjórn-
hyggnustu menn á Frakklandi ■ (Berryer, Jules Favre, Thiers).
Mestur geigur stendur af Thiers, sagnaritara Frakklánds, er ávallt
hefir mesta álit á sjer af þeim mönnum, er verib hafa vi& stjórn
eða talab þar á þingum. þab er von, ab slíka meun reki minni
til sinna tíma, til þingstjórnartímanna, er svo margt var á alþýbu
og þingsvaldi, er nú er bannab eba verbur ab sækja til stjórnar-
innar. Prentfrelsi, fjelags- og fundafrelsi er takmarkab, kosuingar
ófrjálsar og rábherrarnir án ábyrgbar fyrir þinginu. Samt sem ábur
er keisaranum og þeim er honum fylgja eigi láandi, þegar þeir
benda á afdrif þingstjórnarinnar, á flokkadrætti og allskonar þrifa-
leysi hennar í innlendum og útlendum málum, eba þegar þeir setja
almenniugi fyrir sjónir uppgang ríkisins til gagns og sæmda síban
Napóleou keisari settist í völdin. Af mörgu má þab rába, ab þab
er ekki frelsib sjálft, er keisarinn er mótfallinn, en hann uggir, ab
af brábri rlfkun þess muni leiba óvildarsamdrátt gegn valdi hans og
ættar hans, þar sem Orleans-ættin og Bourboningar eiga sjer enn
marga hollvini í landinu. Sagt er, ab honum hafi þótt illa takast
til með kosningarnar, og líkab þab verst, ab Persigny gjörbi svo
mikib ab um áminniugar ábur kosib var, ab til víta þótti unnib og
óþokka; enda varb þessi hollvinur hans ab gefa upp sæti sitt í
rábaneytinu nokkru seinna. þingib var sett 5. nóvembermánabar.
Vjer höfum ábur hermt orb keisarans um pólska málib. Hann taldi
upp ab vanda þab sem gjört hafbi verib til gagns og fremdar;
kaupverzlan landsins hafbi, einkanlega vib samninginn vib England,
aukizt svo, ab þá höfbu á 8 mánubum verib fluttar vörur út úr
landinu, er voru 233 milljónum franka meiri ab verblagi, en þær
er flutzt höfbu á jöfnum tíma undanfarib ár; þar meb minntist hann
á húsareisingar til opinberra þarfa og ymsar bæjabætur, talabi um
járubrautir og abra vegu, um skipfleyta skurbi, um hafnabætur og fleira
þessháttar. Börn, er nutu kennslu í alþýbuskólum á Frakklandi, voru þá
hjerumhil 5 milljónir; keisarinn segir, ab þribji hlutinn fái hana ókeypis,
en þó þurfi enn ab sjá borgib 6 hundrubum þúsunda. — Strax
gjörbist hávært á þinginu, er tekib var ab prófa kosningarnar, og