Skírnir - 01.01.1864, Blaðsíða 112
112
FKJETTIH.
Damnörk.
vígfastir á einhverjum staS, en margir Sljesvíkingar voru afar
ótraustir á Jieim stöSvum og hlupu úr liSi hvenær sem færi
gafst. Upp frá miSjum marzmánuSi fóru sóknir aS harSna og
skotahríSirnar frá Brúarakri; munu Prússar hafa fengiS um þær
mundir öfiugri skotfæri sunnan aS, því 16. marz urpu þeir
sprengikúlum yfir allt vetfangiS á Sönderborg (SuSurborg) hinu-
megin Alseyjarsunds. þá tók og víggörÖum Dana aS verSa heldur
meinsamt af skotunum. I SuSurborg brunnu mörg hús, en mörg-
um varS voSi aS eSa bani og varS fólkiS aS flýja þaSan á burt.
SiSar rigndi yfir hana meiri og voSalegri hríSum, og er hún nú
eydd aS mestu leyti. Prússum er mjög hallmælt fyrir, aS þeir
vöruSu eigi fólkiS viS á undan, en þeir segja, aS bærinn hafi
variS áfastur vörnum Dana og innan vetfangstakmarka, frá þvi um-
sátriS byrjaSi. Enn næsta dag (17. marz) ljetu þeir fylkingar
lilaupa fram aS öllum varSstöSvum Dana og stökktu undan enum
fremstu röSum. VarS allmikiS mannfall af hvorumtveggju þann
dag, og munu Danir hafa misst hátt á þriSja hundraS eSa meira.
í þeim viSskiptum ætlum vjer, aS Prússar hafi náS Dybbölþorpi,
þó þess sje eigi getiS í bráSabirgSar-skýrslunum. Skota- og
hlaupagrafir1 Dana voru milli þorpsins og Dybbölvígjanna. 28.
marz (annan dag páska) rjeSust Prússar fram aS gröfunum og
niSur í þær nokkru eptir miSnætti og ætluSu aS sækja upp á
garSana; en Danir hrukku þá vel viS og ráku þá aptur meS all-
miklu manntjóni. Sjálfir ljetu þeir hátt á annaS hundraS manna.
þegar Prússar runnu aptur frá gröfunum var (!Hrólfur” kominn
í færi viS þá og sendi þeim sprengikúlur, er Danir segja þeim
hafi orSiS aS miklu tjóni. Prússar gjörSu þó lítiS úr þessum viS-
skiptum og sögSust aS eins hafa ætlaS aS kanna stöSvarnar, en
nóttina næstu komu þeir upp skotgarSi gagnvart vinstra armi
DybbölgarSanna, og urSu Danir eigi varir viS fyrr en búiS var.
Úr þessu fór Prússum aS sækjast fram betur, og 6. apríl höfSu
’) Skotagrafir eru kallabar þær grafir, er hermenn hafa sjer til skjóls
fyrir skotum fyrir framan skotgarSa og skjóta þaban á hina, en urn hlaupa-
grafir hlaupa þeir fram og aptur í áhlaupum, eba ganga um þær, er
framfyrir þarf ab fara.