Skírnir - 01.01.1872, Qupperneq 40
40
ENGLAND.
troSin upp í hlaupiS. AtburSurinn varS þó nóg efni i morS-
ræSissögu, og til þess a8 koma borgarlýSnum í mesta uppnám.
MaSurinn var írskur iSnaSarsveinn, og fenginn til þessa heimsku-
úrræSis af einhverjum jafnheimskum.
í október dó einn hinn elzti af herforingjum Englendinga, John
Borgoyne (89 ára). Hann hafSi fylgt Wellington á Spáni (1809-
1814) og veriS þar í nálega öllum orrustum og umsátrum. 1845
hlaut hann umsjón og forstöSu fyrir öllum köstulum Englands, og
var jafnan mjög sóttur aS ráSum í öllu, er varSaSi landvarnir.
Hann var og í HSi Englendinga á Krím 1854 (í bardögunum
viS Alma, Balaklava og Inkermann). Sonur hans var sá sjófor-
ingi, sem var fyrirliSi á turnskipinn Captain, er sökk í fyrra í
Biscayjafióa (sjá Skírni í fyrra bls. 123).
Frakkland.
EfDÍságrip : Inngangsort). Þingsaga og fl. Nokkub ura fjárhag. Napó-
leonsvinir. Bandingjamál og dómar. Hugur Frakka til Þjób-
veija. Hvernig Frakkland horfir vií) Þýzkalandi, Ítalíu og fl •
ríkjum. Eldsvobi 4 Guadeloupe. Mannalát.
Vjer sögSum í byrjun þessa rits, aS viSburSirnir um tvö
undanfarin ár hlytu aS knýja marga menn til apturlits og íhugunar,
en þó mega engir fremur minnast þeirra eSa leita aS orsökum
þeirra en Frakkar. Jieir eru og margir á Frakklandi, er hafa reynt
aS rekja þá aS rótum, og aS vekja þjóSina til vitundar um þau
lýti og annmarka, sem þeir eigna mikinn þátt í óförum hennar.
A árshátíS hins mikla vísinda- og menntaskóla í París (Institut
nationale) fiutti Jules Simon, ráSherra kennsiumálanna ræSu, þar
sera hann í niSurlaginu mælir þaS, sem er líkast ákærum vakn-
aSrar samvizku. „Vjer höfum," segir hann, „veitt bófum fulltingi
til aS koma fram brögSum sínum og vjelum, eSa vjer höfum lokiS
lofsorSi á verk þeirra. Vjer höfum veitt þeim þaS bezta, sem
beimurinn má veitarunaS, heiSur og vald. Vjer höfum gert gys
aS góSum siíium; vjer höfum trúaS aS eins á heppnina, eigi