Skírnir - 01.01.1872, Blaðsíða 171
PEKSÍA.
171
og hafíir til a<5 stilla hoogurkyalirnar, eSa er lífi barnanna eigi
er óhætt fyrir foreldrunum.
AuSvitaS er, aS stjórnarbættir Asíuhúa — og eigi síöst
Persa — eiga ínikinn þátt í, er svo mikiS tjón verSur af misæri,
Jví höfSingjarnir láta sjer meir annt um aÖ heimta skatta sína af
jjegnunum, en aS hyggja fyrir þörfum þeirra — og því síSur fyrir
úrræSum í ókominni neyS. Persakonungur (schah) var nokkurn
tima á burtu frá höfuSborginni (Teheran), en þegar hann kom
aptur, gengu konur bæjarins á móti honura meS sárlegu veini, og
höfSu boriS í höfuS sjer mold og ösku. En hjer var þó eigi
líkninni nær, því landsfaBirinn ljet sveina sína berja konurnar á
hurt meS svipum. Hann vissi, aS ókyrrt mundi vera í borginni,
og því sló hann af innreiSinni, en gisti í höll sinni einni utan-
borgar. þó Ijet hann þann dag þaS boS birt, aS enginn mætti
selja brauS dýrara en vant væri, en sæta lífláti ella. þetta drott-
insorS kom þó aS litlu haldi, því hiS versta var, aS brauS var
ekki til í allri horginni. Nú varS konungurinn reiSur og Ijet
taka borgarstjórann (vezírinn), binda hann í tagl á asna og draga
hann svo í fjötrum berhöfSaSan og berfættan í steikingsbita eptir
strætunum. Yfirbakara bæjarins Ijet hann rista á kviS, en sumum
hinna var kastaS í glóandi ofnana, eSa af þeim skorin nef og
eyru. þessi grimmdarverk skelfdu lýBinn svo, aS hávaSanum sló
niSur, en neySin var þó hin sama. Menn hafa sent mikiS
samskotalje frá Evrópu til Persíu — mest frá Englandi — en
síSustu fregnir hafa sagt þaS litlu muua, aS til batnaSar hafi
færzt, en fjöldi fólks hafi leitaS á burt til annara landa.
Kína og Japan.
Frá Kina vitum vjer eigi önnur tíSindi aS segja, en aS
Kínverjar sýna sig kristnum mönnum nokkuS vinveittari en til
horfBist i fyrra. Á sumum stöSum hefir fólkiS ætlaS aS amast
viS frjettalínunum og hindra lagninguna, en stjórnin hefir þá
skorizt í leikinn, og kaupmenn Kinverja hafa sjeS, aS þessi nýj-
ung verSur verzlun þeirra aS mesta gagni. þeir eru nú og farn-