Skírnir - 01.01.1872, Page 179
Fornum tendrað fekkstu líf að arni:
sólin blessuð sunnan skein,
síðan dreif að birkirein —
var ei kalt þá vengið hríða, Bjarni
En þú glæstir glóðum jökulfeldinn,
og við sætan unaðshreim
allir sóktu þangað heim,
sem að l(stirndi strengjunum á eldinn
því hin ltstaka stóð í skýja rofl
stjarnan ein”, sem birtu bar
bezt um löngu næturuar
og oss benti upp frá moldar hofi,
Svo oss lýsti lífs á eyðihjarni
títt hið mikla, bjarta bál,
blysin kveikti og vermdi sál
þjóðum kunnra þinna Ijóða, Bjarni!
Opt þú flóst að efstum fjallatindi,
öld það sífelt unan bjó,
enginn betr vissi þó:
l(öðrum blíðra blæs í dalnum vindi ’.
Miklir hljóta menn svo tíðum vinna
öðrum hægra enn sjálfum sér,
slíkra verka skulum þér
því og beztar þakkir jafnan inna.
((Stímabrak í straumi” mátti kalla
þar sem hauksins vegr var —
var ei stundum svalt og þar,
Bjarni, á lífsins bera jökulskalla?
þegar hríðir huldu hvelið bjarta,
og næturheima fjöllum frá,
frost- og úðalegum þá,
((eylífs dauða andinn bljes að hjarta”.