Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1912, Page 1

Skírnir - 01.04.1912, Page 1
SkáldspekÍDgurinn Jean-Marie Guyau. Eftir Ágúst Bjarnason. Af nýrri heimspekingum þekki eg engan hreinskilnari og einlægari en Guyau, engan sem hefir látið sig öll hjart- ans mál mannanna jafnmiklu skifta, og engan sem hefir búið hugsanir sinar jafnfögrum og aðlaðandi búningi. Enda var hann skáld og hugsjónamaður mikill. Engar fór hann almanna-leiðir og ekki batt hann bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Hann andæfði heldur trúar- og siðaskoðunum almennings, krufði þær og braut þær til mergjar. Þó lét hann sér ekki nægja að rífa niður, eins og svo margur gerir, heldur bygði hann upp að nýju og benti á leiðir til nýrra og ónuminna landa, landa, sem aðrir eru nú sem óðast að byggja, þótt þeir láti hans að litlu getið. Þetta eru 1 í f s i n s lönd; því að alstaðar er saraa viðkvæðið hjá Guyau: lífið og fylling þess, vöxtur þess, þróun og fulikomnun! En áður en hann næði inn á þessi lönd sín, varð hann að kanna ála vonleysisins til dýpstu grunna og ryðja öllum þeim úreltu skoðunum úr vegi, er gætu stemt stigu fyrir vexti og viðgangi lífsins. Alt þetta gerði hann þó með þeirri einlægni og mannúð, sem honum var eiginleg, því hann var, eins og hann sjálf- ur kemst að orði í einu kvæði sínu: — »hreinn og beinn eins og geislinn, heitur og titrandi sem hann«. I. Það er fljótsagt frá hinum ytri æfiatriðum þessa manns, en því ríkari andlega sögu átti hann sér. J e a n-M a r i e Grein þessi er rituð að tilmælum ritstjórans. Höf. 7

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.