Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1912, Page 6

Skírnir - 01.04.1912, Page 6
102 Skáldspekingurinn Jean-Marie Gnyau. Eg fyrirgef yður, sól, geimar og hái himinn, og þér stjörnur, sem blikið í náttmyrkrinu! Þessar miklu þöglu verur vita ekki, hvað þær gera. (Vers, hls. 65). En — sé nú tilveran tilgangslaus, eigutn við þá ekki að setja okkur einhvern fagran og göfugan tilgang? Eig- um við ekki að reyna að grafa alt það upp úr náttúrunni og mannlífinu, er geti fegrað það og bætt? Eigum við ekki sjálfir að tvinna örlagaþráð vorn eða að minsta kosti reyna að teygja úr honum með því að fara skynsamlega og vel að ráði okkar? Jú! — Guyau yrkir eitt kvæði um það, er hann nefnir »frjóa hilling* (Illusion féconde): Erjóa hilling, helga hilling, móðir mikilla vona og endalansrar áreynslu, kom og uppörva mannshjartað, þótt þú dragir það á tálar. Þú gerir alla baráttuna broshýra og fórnirnar Ijúfar . . . Nýi guð, blessunarríka hilling! yfirgef mig aldrei. Með þessum orðum fer Guyau nú aftur að vinna sig upp úr vonleysinu. Og ekki þurfti nema einn sólargeisia til þess að tendra aftur hjá honum vonina, lít'sfýsnina og framsóknina. Var það nú svo víst að alt, nema dauðinn og endalok heimsins, væri tóm hilling? Var ekki eitt- hvað það í náttúrunni, er gæti auðgað og fegrað lífið, eflt það og magnað? Þeir voru einu sinni á gangi i eikarskógunum við Biarritz, Guyau og stjúpfaðir hans. Þeir voru þreytt- ir eftir vinnu sína og þeim var þungt í skapi. Dimt var yfir og heldur svalt á norðan. En alt í einu rofaði fyr- ir sól og það var eins og alt færi að brosa í kringum þá. Og ósjálfrátt komust þeir sjálfir í allra bezta skap. En það lá við að Guyau gremdist þetta í fyrstu. Honum þótti það lítilmannlegt, að vera svo háður hinum ytri kjör- um, að hann kæmist í ilt eða gott skap, eftir því hvort það skygði yflr eða glaðnaði til. En svo fór hann að hugsa um þetta hulda, djúpa samhengi, er væri milli alls og allra og gerði alt að einni alheimsheild. Og óðar en varir er hann kominn á bak skáldfáki sinum. Honum

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.