Skírnir - 01.04.1912, Síða 53
Sióður Margrótar Lehmann-Filhés.
Marga trygga vini hafa íslenzkar bókmentir getið sér
meðal erlendra þjóða, menn sem hafa unnað þeim hug-
ástum og helgað þeim starf sitt. Er það eitt happ meðal
annara, sem okkar fámennu þjóð hlýzt af þessum dýr-
mætu fjársjóðum sínum, til þroska og sæmdarauka.
Einn þessara góðvina íslenzkrar menningar og þjóð-
ernis var frk. Margarethe Lehmann-Filhés, er andaðist í
Berlin 17. ágúst siðastliðið sumar, nafnkunn lærdómskona
og rithöfundur, af göfugum þýzkum ættum (fædd 1852).
Faðir hennar var prófessor Rudolf Lehmann (d. 1875) og
móðir Bertha Filhés skáldkona (d. 1905). Bróðir hennar
er próf. dr. phil. Rudolf Lehmann-Filhés, merkur stærð-
fræðingur og stjörnufræðingur.
Þegar frá barnæsku stundaði frk. M. Lehmann-Filhés
vísindanám af kappi, einkum stærðfræði og málfræði.
Snemma hneigðist hún að norrænum bókmentum, og á
efri árum var hugur hennar allur og óskiftur i íslenzkum
þjóðfræðum. Svo vel varð hún að sér í nútíðarmáli vor
íslendinga, að hún bæði talaði það og ritaði. Má sjá þess
ljósan vott á ritgerð hennar um islenzkan spjaldvefnað i
Eimr. 1898. Til dæmis um starf hennar i þá átt að efla
þekkingu erlendra þjóða á íslenzkum fræðum og bera
heiður þeirra út yfir haflð, má geta geta þess, að hún
þýddi og gaf út úrval af þjóðsögum Jóns Árnasonar, úr-
val íslenzkra ljóða og ýmsar ritgerðir þjóðfræðilegs efnis
eftir íslenzka höfunda, auk þess sem hún frumsamdi margt
um þá hluti. Merkast þess er bók hennar um íslenzkan
spjaldvefnað (Ueber Brettclienweberei, Berlín 1901). Um